Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2014 05:08

Loftorka kaupir Engjaás 1 í Borgarnesi

Fyrr í vikunni voru undirritaðir samningar á milli Loftorku í Borgarnesi og Fastengis, fasteignarekstrarfélags í eigu Íslandsbanka, um kaup Loftorku á húsinu Engjaási 1 í Borgarnesi. Um er að ræða fyrrum húsnæði Mjólkursamlags Borgfirðinga en undanfarin ár var Loftorka með hluta hússins á leigu undir starfsemi sína. Stór hluti þess hefur þó staðið ónýttur á síðustu árum. Að sögn Bergþórs Ólasonar fjármálastjóra Loftorku er um að ræða áhugavert tækifæri fyrir Loftorku sem stefnir á að koma öllu húsinu í notkun.

„Endurfjármögnun Loftorku hjá Arion banka gerir fyrirtækinu kleift að ráðast í þessi kaup og erum við bjartsýnir á framhaldið. Ætlun okkar er að koma lífi í allt húsið sem hægt er að nýta til margra hluta. Aðalsalur þess er til að mynda rúmlega 2.000 fermetra opið rými með öflugum hlaupaköttum, en fasteignin er í heild rúmlega 4.400 fermetrar. Við munum vera með járnsmiðjuna okkar í kjallaranum auk þess sem við munum nýta hann sem geymslu, nú þegar við höfum tæmt Borgarbraut 57,“ segir Bergþór en það húsnæði hafði fyrirtækið nýtt sem geymslur undanfarin misseri.

Spurður um hvaða starfsemi hann sjái fyrir sér í húsinu segir hann margt koma til greina. „Á þessum tímapunkti liggur ekki fyrir hvaða starfsemi mun fara inn í aðalsal hússins eða skrifstofurnar. Þar kemur þó margt til greina, bæði að við setjum þar í gang ný og sérhæfð verkefni og svo það sem líklegra er að við leitum okkur að samstarfsaðilum sem eru með starfsemi sem hentar inn í þetta hús. Meginstefnan með kaupunum er þó að fjölga tækifærunum í Borgarnesi og nágrenni og skapa um leið ný störf til hagsældar fyrir alla,“ segir Bergþór að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is