Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2014 06:01

Úrvalslið kvenna í körfu er nær allt af Vesturlandi

Síðastliðið föstudagskvöld fór fram árlegt lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands. Þar var veturinn gerður upp í Domino´s deildum karla og kvenna og einstaklingsverðlaun afhent. Besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna er Hildur Sigurðardóttir Snæfelli. Aðrir sem fengu atkvæði voru: Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík og Hildur Björg Kjartansdóttir Snæfelli. Besti þjálfari Domino´s deild kvenna 2013-14 er Ingi Þór Steinþórsson Snæfelli en Hallgrímur Brynjólfsson Hamri fékk einnig atkvæði. Úrvalslið deildarinnar skipa Hildur Sigurðardóttir Snæfelli Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Snæfelli, Hildur Björg Kjartansdóttir Snæfelli, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir KR og Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík. Gaman er að geta þess sérstaklega að Vesturland er þannig að leggja fram fjórar af fimm stúlkum í úrvalslið vetrarins, en Sigrún Sjöfn er úr Borgarnesi eins og flestir vita.

 

 

Gunnhildur Gunnarsdóttir úr Stykkishólmi, sem spilar með Haukum, var einnig í hópi þeirra sem fengu tilnefningar í úrvalsliðið. Eva Kristjánsdóttir Snæfelli var tilnefnd sem besti ungi leikmaðurinn en besti varnarmaðurinn var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Snæfelli en auk hennar voru m.a. tilnefndar þær Gunnhildur Gunnarsdóttir Haukum og Hildur Björg Kjartansdóttir Snæfelli. Besti erlendi leikmaður Domino´s deild kvenna 2013-14 er Lele Hardy Haukum en Chynna Brown var einnig tilnefnd.

 

Í karlaflokki fengu vestlenskir leikmenn mun færri verðlaun og tilnefningar. Besti leikmaður mótsins var Martin Hermannsson KR. Páll Axel Vilbergsson Skallagrími og Sigurður Þorvaldsson Snæfelli fengu tilnefningar til úrvalsliðs mótsins, en komust þó ekki í það. Önnur vestlensk nöfn komu ekki upp úr karlapottinum að þessu sinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is