Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. desember. 2004 02:11

Guðlaugur Bergmann látinn

Guðlaugur Bergmann framkvæmdastjóri á Hellnum í Snæfellsbæ lést aðfaranótt 27. desember sl. á heimili sínu. Guðlaugur var athafnamaður á mörgum sviðum og innleiddi nýja verslunarhætti hér á landi með stofnun verslunarinnar Karnabæjar á sjöunda áratugnum. Guðlaugur var 66 ára gamall, fæddur í Hafnarfirði 20. október 1938. Eftir að hann lauk verslunarprófi úr Verzlunarskóla Íslands 1958 stundaði hann verslunarstörf um árabil. Hann stofnaði heildverslunina G. Bergmann þegar hann var tvítugur en þekktastur er hann fyrir rekstur tískuverslunarinnar Karnabæjar en þær verslanir urðu átta þegar mest var. Hin síðari ár rak hann ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu G. Bergmann, og fleirum gistiheimili að Brekkubæ á Hellnum, ferðaþjónustuna Leiðarljós og bókaútgáfuna Leiðarljós.

 

Guðlaugur var virkur í félagsstarfsemi og sat m.a. í stjórn Gamla miðbæjarins og Miðbæjarsamtakanna. Hann sat í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur 1986-1995 og var formaður Nýaldarsamtakanna 1990-1994. 

Guðlaugur lét andleg málefni og mannrækt á breiðum grundvelli mjög til sín taka sem og umhverfis- og ferðamál. Hann var einn af stofnendum Snæfellsássamfélagsins á Hellnum árið 1995 sem hafði það að markmiði að koma þar upp vistvænu, sjálfbæru og andlegu samfélagi. Hann var verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í Snæfellsbæ frá árinu 1999 og var formaður framkvæmdaráðs Snæfellsness sem fylgdi eftir vottun Green Globe 21 á sjálfbærri þróun umhverfis- og samfélagsmála á Snæfellsnesi með megináherslu á ferðaþjónustu. Þetta verkefni hefur hlotið heimsathygli og beint sjónum ótalmargra að Snæfellsnesi, umhverfi og náttúru Nessins og góðra hluta sem heimamenn, að hvatningu Guðlaugs Bergmanns, hafa staðið fyrir með myndarbrag.

Með eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu G. Bergmann, eignaðist Guðlaugur tvo syni en fyrir átti Guðlaugur þrjá eldri syni. 

 

Starfsfólk Skessuhorns hefur alla tíð átt bæði mikil og góð samskipti við Guðlaug Bergmann. Hann var einn af okkar bestu velvildarmönnum og vil ég, fyrir hönd Skessuhorns ehf., senda Guðrúnu, og öðrum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur starfsfólks blaðsins.

 

Magnús Magnússon.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is