Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2014 09:42

Sigur í fyrsta leik hjá Skagamönnum

Stuðningsfólk ÍA í 1. deildinni fór ánægt heim af Akranesvelli á föstudagskvöldið. Skagamenn fóru með sigur af hólmi í fyrsta leik í deildinni þegar Selfyssingar komu í heimsókn. Eitt mark skildi liðin að og það fór um marga stuðningsmenn ÍA á lokamínútunum þegar gestirnir sóttu stíft og fengu hverja hornspyrnuna eftir aðra sem skilaði þeim þó ekki jöfnunarmarkinu. Byrjunin er góð hjá Skagamönnunum, þrjú stig í sarpinn, en í næstu umferð fara þeir til Grindavíkur á laugardaginn. Grindvíkingar þurftu að sætt sig við 0:1 tap gegn Leikni í Breiðholtinu um helgina. Þau úrslit sem og önnur úrslit í 1. deildinni um helgina undirstrika að keppnin verður væntanlega mjög jöfn og spennandi í sumar.

 

 

 

Skagamenn voru með boltann um það bil 70% af fyrri hálfleiknum án þess að mikið væri að gerast upp við mark Selfyssinga og gestunum tókst í sárafá skipti að sækja að marki Skagamanna hvað þá að skapa sér færi. Seinni hálfleikurinn var varla byrjaður þegar eina mark leiksins var skorað. Andri Adolphsson, sem var mjög ógnandi á hægri kantinum hjá ÍA, braust þá í gegn og sendi góðan bolta fyrir markið. Jón Vilhelm Ákason átti misheppnað skot á markið en boltinn fór af varnarmanni til Garðars Gunnlaugssonar sem skoraði af öryggi. Skagamenn fylgdu markinu eftir með öflugum sóknum og vörn Selfoss og markvörðurinn þurftu að hafa sig alla við. Síðasta stundafjórðung leiksins voru það svo gestirnir sem létu meira að sér kveða. Samt voru það Skagamenn sem fengu langbesta marktækifærið. Það gerðist á 81. mínútu þegar Andri Adolphsson sólaði varnarmenn Selfoss upp úr skónum fyrir framan teiginn, renndi síðan boltanum inn og til hliðar á Eggert Kára Karlsson sem skaut framhjá markinu úr dauðafæri. Eins og áður segir gerðu gestirnir síðan allt til þess að jafna undir lokin en án árangurs. Heilt yfir var annar bragur yfir Skagaliðinu í þessum leik en í fyrra, einkum var það varnarleikurinn sem var heilsteyptari og Árni Snær Ólason öruggur í markinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is