Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2014 01:25

Víkingar unnu góðan sigur fyrir norðan

Víkingar frá Ólafsvík byrja vel í 1. deildinni í fótboltanum. Þeir gerðu góð ferð norður á Akureyri sl. laugardag þar sem þeir sigruðu KA-menn 3:2 á nýja gervigrasvelli Akureyrarfélagins. Víkingsliðið spilaði vel í leiknum og ljóst að liðsmenn eru til alls líklegir, jafnvel að gera harða atlögu að endurheimt sætis í Pepsídeildinni, en eins og fótboltaáhugafólk veit er Víkingur ásamt hinu Vesturlandsliðinu komnir aftur í 1. deildina eftir skamma veru í efstu deild.

 

 

 

Fyrri hálfleikurinn í leik KA og Víkings var mjög jafn, allt í járnum og lítið um færi. Víkingar voru síðan mun betri í seinni hálfleiknum. Steinar Már Ragnarsson kom Ólafsvíkingum á bragðið með marki á 51. mínútu. Eyþór Helgi Birgisson bætti við marki fyrir Víkinga á 71. mínútu og spánski leikmaðurinn Antonio Mossi skoraði síðan þriðja mark Víkinga á 82. mínútu. Víkingar voru mun betri á þessum kafla í leiknum en það voru síðan KA-menn sem áttu lokakaflann, þeir skoruðu á 85. og 89. mínútu og minnkuðu muninn í 2:3. Þá voru um sex mínútur eftir með viðbótartímanum og minnstu munaði að KA-mönnum tækist að jafna metin. Víkingar stóðu uppi sem sigurvegarar í leiknum og mæta næst í deildinni Þrótti í Laugardalnum nk. laugardag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is