Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2014 03:20

Neil Young Kóverlagakeppni í gangi á Rás 2

Tónlistarmaðurinn Neil Young heldur tónleika á Íslandi í byrjun júlí og í tilefni þess efnir Rás 2 hjá RUV til Neil Young kóverlagakeppni. „Rás 2 hvetur fólk til þess að taka þátt í keppninni, bæði áhugatónlistarmenn og þá sem starfa við tónlist að fullu eða hluta. Það geta allir vera með! Fólk velur eitt af fjölmörgum lögum Neil Young, tekur upp sína útgáfu og sendir okkur á Rás 2. Við sjáum fyrir okkur að sumir taki þetta einir með gítarinn að vopni. eða píanóið. En við sjáum líka fyrir okkur að fólk leggi meira í útsetningar og geri lögin þannig meira að sínum. Við óskum eftir Neil Young lögum í öllum stærðum og gerðum og gerum okkur talsverðar vonir um mikla þátttöku, en þegar við höfum fengið fólk með okkur í svona keppnir á Rás 2 hefur þátttakan yfirleitt verið góð segir,“ Ólafur Páll Gunnarsson tónlistarstjóri á Rás 2.

 

 

 

John Lennon var heiðraður á þennan sama hátt þegar hann hefði orðið 70 ára og Rás 2 stóð fyrir Bob Dylan kóverlagakeppni fyrir nokkrum árum líka. Í bæði skiptin bárust rúmlega 100 lög/upptökur í keppnina.

Sendið okkur síðan lagið, merkt:

 

Rás 2

Efstaleiti 1

150 Reykjavík

„Neil Young keppni“

 

Það má einnig má senda rafræna útgáfu (WAV-mp3) á ras2@ruv.is og þá þarf að setja Neil Young keppni í efnislínuna (subject). Lögin þurfa að vera tilbúin til útvarpsspilunar og þar með í nokkuð góðum hljóðgæðum.

Skilafrestur er til sunnudagsins 15. júní. Sigurvegari verður síðan krýndur stuttu fyrir tónleika Neil Young í Laugardalshöll en þeir fara fram þann 7. júlí. Glæsilegir vinningar verða í boði fyrir sigurvegara keppninnar, hljómtæki fyrir heimilið, miðar á Neil Young og Crazy Horse og ATP hátíðina á Ásbrú 10.-12. júlí, afnot af rafbíl (Neil er með rafbíladellu) og fleira.

Dómnefnd mun velja 10 lög sem keppa síðan til úrslita og hlustendur Rásar 2 munu ásamt dómnefnd velja sigurlagið.

Þeir Páll Óskar og Óli Palli störtuðu keppninni með því að taka sína útgáfu af laginu Heart of Gold eftir Neil í Popplandi á föstudaginn þar sem einungis voru leikin Eurovison lög að þessu lagi undanskildu. Vídeó af þeim Óla og Palla að spila lagið var sett á Youtube á föstudaginn og rúmlega 5000 manns hafa horft á það síðan. http://www.youtube.com/watch?v=4WqELOUAguk

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is