Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2014 11:55

Stefnt á framhald dreifnáms í Búðardal

Á vegum fræðslunefndar Dalabyggðar var fyrir skömmu haldinn fundur þar sem farið var yfir starfsemi framhaldsdeildar í Búðardal á liðnum vetri þar sem í boði var svokallað dreifnám. Átta sóttu þetta nám í vetur, þar af var einn nemandi úr Auðarskóla. Framhaldsdeildin í Búðardal í vetur var starfrækt sem deild úr Menntaskóla Borgarfjarðar. Á umræddan fund var mætt Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari MB, Hjalti R. Benediktsson tölvuumsjónarmaður MB og Jenny Nilsson umsjónarmaður framhaldsdeildar MB í Búðardal. Farið var yfir hvernig þessi fyrsti vetur, reynslutímabil, gekk fyrir sig og hvert framhaldið verður um deildina. Niðurstaða fundarins var sú að leita allra leiða til að halda rekstri framhaldsdeildar MB áfram í Búðardal næsta vetur.

 

 

 

Ákveðið var að fá námsráðgjafa og tölvuumsjónarmann til að koma í byrjun haustannar 2014 og aðstoða nemendur í byrjun námsins. Jenny Nilsson, umsjónarmaður framhaldsdeildar í Búðardal, hefur fylgst með daglegri námsástund í kennslustundum og verið tengiliður nemenda við kennara og námsráðgjafa MB. Hún er tilbúin til að halda áfram góðu starfi næsta vetur, segir í fundargerð fræðslunefndar Dalabyggðar. Fræðslunefnd vonast til að sem flestir kynni sér þau tækifæri sem bjóðast að stunda nám í heimahéraði með því að hafa samband við námsráðgjafa MB. „Það er aldrei of seint að mennta sig,“ segir m.a. í fundargerð fræðslunefndar Dalabyggðar frá sl. fimmtudegi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is