Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2014 01:50

Norræna forystulíkanið rætt á Bifröst

Norræna forystulíkanið (Nordic Leadership Model) var viðfangsefnið ráðstefnu í Háskólanum á Bifröst síðastliðinn föstudag. Í tilkynningu frá háskólanum segir að markmiðið sé að Norræna forystulíkanið verði ein af meginstoðunum í stjórnunarnámi við skólann í framtíðinni og skili sér þannig út í atvinnulífið og samfélagið almennt í hugmyndafræði og stjórnunaraðferðum. Skólinn óskaði eftir aðstoð og þátttöku valinkunnra einstaklinga sem hafa reynslu úr íslensku atvinnulífi á ráðstefnunni og kom fjölbreyttur hópur saman á Bifröst til þess að hefja vinnuna. Meðal þeirra áhersluatriða í stjórnun fyrirtækja sem þátttakendur á ráðstefnunni töldu einkennandi fyrir það sem vel hefur gengið voru skýr markmið og framtíðarsýn, aðlögunarhæfni og kjarkur til oft óvinsælla breytinga, frumkvæði og nýsköpun, góðar tengingar við viðskiptavini og sterk fyrirtækjamenning og gildi. Meðal þess sem var talið einkenna það sem ekki hefur gengið jafn vel voru of hraður og skuldsettur vöxtur, farið var út fyrir kjarnastarfsemi, óstöðugt eignarhald og ímyndarvandi vegna þess, stöðnun og metnaðarleysi, farið með fyrirtæki eins og húsgögn, ofvernd fyrir erlendri samkeppni, karlamenning og ímyndarvandi vegna klíkumyndunar og pólitískra tengsla.

 

Næstu skref í verkefninu eru að rannsaka sérstaklega helstu þætti sem fram komu og hefja þannig fræðilega vinnu á þessum grunni. Ennfremur er ætlunin að útvíkka viðfangsefnið til annarra fyrirtækjahópa svo sem minni og meðalstórra fyrirtækja og nýsköpunarfyrirtækja. Jafnframt verður leitað tenginga við aðra áhugasama norræna aðila sem vilja hafa samstarf um mótun og þróun Norræna forystulíkansins en sambærilegar hugmyndir eru víða á floti. Til lengri tíma getur Norræna forystulíkanið verið útflutningsafurð til annarra heimshluta.

 

Sá hópur einstaklinga sem tekur þátt í þessari vinnu á vegum Háskólans á Bifröst mun ganga undir nafninu „Íslenska atvinnulífsakademían.“ Háskólinn á Bifröst mun halda utan um hópinn og virkja hann til fleiri verkefna eftir því sem áhugi og tilefni gefast. Á vegum Háskólans á Bifröst hafa Vilhjálmur Egilsson rektor, Sigurður Ragnarsson sviðsstjóri viðskiptasviðs og Einar Svansson lektor leitt undirbúningsvinnuna. Skólinn er í samstarfi um verkefnið við ráðgjafafyrirtækið Capahouse. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is