Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2014 04:01

Ari Jóhannesson gefur út sína fyrstu skáldsögu

Í dag kemur út skáldsagan Lífsmörk eftir Ara Jóhannesson lækni á Akranesi. Ari hefur starfað sem læknir í tæpt 41 ár en hann er lyflæknir að mennt með sérhæfingu í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Hann starfaði sem yfirlæknir á Sjúkrahúsinu á Akranesi í 14 ár uns hann söðlaði um og gerðist læknir á Landspítalanum árið 1998. Þar hefur hann starfað síðan en býr enn á Akranesi ásamt fjölskyldu sinni. Lífsmörk er áhugaverð og nýstárleg skáldsaga en hún er sú fyrsta sem Ari sendir frá sér. „Hún hefst hið örlagaríka ár 2008 og fjallar um ungan svæfinga- og gjörgæslulækni, Sölva Oddsson. Sölvi er ákaflega vel af guði gerður, fyrrum íþróttastjarna og forkurtil vinnu og hann nýtur sín best á næturvöktum á Gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi,“ segir Ari um söguhetjuna. „Helga, eiginkona Sölva, er skrifstofustjóri á þekktri arkitektastofu og saman hafa þau reist sér snoturt einbýlishús í Garðabæ. En hlutirnir taka oft aðra stefnu en ætlað var og Sölvi og Helga, óstýriláti hjúkrunarfræðingurinn Olga, Andrés taugasjúkdómalæknir og myndlistarmaðurinn umdeildi, Ingó Eldar og Elsa kona hans sogast smám saman inn í atburðarás sem breytir lífi þeirra allra.“

Nánar er rætt við Ara um nýju skáldsöguna í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kemur út í dag. Útgáfuteiti bókarinnar fer síðan fram í verslun Eymundssonar á Akranesi næstkomandi föstudag kl. 17.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is