Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2014 06:01

Verða alltaf fegin þegar sauðburði lýkur

Vorið er mikill vertíðartími bæði til lands og sjávar. Aðal vertíðin að vorinu inn til landsins er sauðburður í sveitunum og ýmis jarðræktarstörf. Það gera sér kannski ekki margir grein fyrir því að um þessar mundir og næstu vikurnar munu margir bændur í landinu halda að mestu til í fjárhúsunum. Það þarf að vaka yfir sauðfénu nótt sem dag og í mörg horn að líta. Þessa dagana stendur sauðburðurinn sem hæst og byggir afkoma sauðfjárbúanna á að honum sé vel sinnt. Skessuhorn brá sér í heimsókn á bæinn Hjarðarholt í Laxárdal fyrir síðustu helgi. Þegar blaðamaður steig út úr bílnum við íbúðarhúsið á bænum heyrðist kallað ofan frá fjárhúsunum. „Við erum hérna, höldum hér til,“ kallaði Björk Baldursdóttir sem býr í Hjarðarholti ásamt manni sínum Ágústi Guðmundi Péturssyni.

Þau segja að þennan tíma á vorin haldi þau nánast til í fjárhúsunum því oft beri kindurnar ansi þétt. Það voru 680 fjár á fóðrum í Hjarðarholti í vetur. Þegar blaðamaður var á ferðinni voru um 200 kindur bornar og þau Ágúst og Björk bjuggust við að sauðburðurinn færi á fullan skrið næstu dagana.

 

Sjá nánar í nýjasta tölublaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is