Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2014 01:01

Fóru í tónleikaferð um Evrópu

Dalamaðurinn og bassaleikarinn Gísli Rúnar Guðmundsson er nýlega kominn heim úr stórri tónleikaferð með íslensku dauðarokks hljómsveitinni Beneath. Þeir félagar ferðuðust til tíu mismunandi landa á 16 dögum, þar sem þeir komu fram á 16 tónleikum ásamt öðrum hljómsveitum. „Við spilum svokallað „death metal“ eða dauðarokk eins og það kallast á íslensku. Við tökum aðeins hraðari og meiri melódíur en gengur og gerist í dauðarokkinu sem skilur okkur svolítið frá hinum og skapar okkur smá sérstöðu. Í þessum bransa er mikið lagt upp úr að spila þungt, svo hægt sé að dansa með, eða réttara sagt sveifla höfðinu í takt. En við reynum að taka það besta úr öllum tónlistarstefnum sem okkur líkar og blanda því saman. Við erum allir með ólíkan tónlistarsmekk og reynum að blanda þessu þannig saman að fólk hafi gaman að,“ segir Gísli Rúnar í samtali við blaðamann Skessuhorns.

 

Gítarleikarinn býr erlendis

Hljómsveitin er skipuð honum ásamt Ragnari Sverrissyni trommuleikara, Jóhanni Inga Sigurðssyni gítarleikara, Unnari Sigurðssyni gítarleikara og Benedikt Natanael Bjarnasyni söngvara. „Jóhann býr í Svíþjóð og það gefur að skilja að við náum ekki að æfa jafn oft með honum og við viljum, en við látum það virka. Við vinnum saman á netinu og í gegnum síma og það minnkar bilið á milli okkar,“ segir Gísli.  

 

Viðtalið má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is