Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2014 11:52

Strandveiðar stöðvaðar á vestursvæðinu

Betri veiði hefur verið hjá strandveiðibátum í upphafi tímabilsins nú miðað við í fyrra. Að meðaltali hafa komið að landi hátt í 600 kíló eftir róðurinn í stað rúmlega 500 kílóa í fyrra. Veiðin hefur gengið mjög vel á vestursvæðinu, svæði A sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi vestur á Súðavík. Fiskistofa hefur stöðvað veiðar þar frá og með morgundeginum, fimmtudaginn 15. maí og er því síðasti dagurinn í dag á því svæði. Á A svæði eru flestir bátarnir gerðir út frá höfnum á Snæfellsnesi en langflestir bátar eru auk þess gerðir út til strandveiðanna á landinu, eða 202 af samtals 419 bátum á öllum fjórum svæðunum kringum landið. Það verða því aðeins sjö dagar sem strandveiðin stendur yfir á A svæðinu í maímánuði. Í gær var búið að veiða þar 556 tonn af 715 tonna aflahámarki í maí og landanirnar voru alls 891, samkvæmt bráðabirgðatölum á vef Fiskistofu. Þorskur var langstærsti hluti aflans, 540 tonn og 14 tonn af ufsa.

Á svæði D sem nær yfir syðri hluta Vesturlands frá Hornafirði, vestur með ströndinni og að Eyja- og Miklaholtshreppi var samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu í morgun búið að veiða 210 tonn, þar af 200 þorsktonn, af 600 tonna hámarksafla í maí. Bátarnir á veiðum á svæði D eru 99 í maí og landanirnar voru orðnar 356.

 

Ástæðan fyrir auknum afla nú í byrjun standveiðanna er rakin til meiri fiskgengdar á grunnslóð núna í vor en í fyrra, sem og betri gæftum. Landssamband smábátaeigenda hefur óskað eftir því við sjávarútvegsráðherra að aflaviðmiðun verði aukin á strandveiðunum. Veiðarnar hafi ekki notið góðs af aukningu fiskveiðiheimilda, þar sem aflaheimildir eru bundnar í lögum. Þessu þurfi að breyta áður en þinginu lýkur segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS.

 

Mokveiði á öll veiðarfæri

Björn ArnaldssonBjörn Arnaldsson hafnarstjóri í Snæfellsbæ segir strandveiðarnar hafi hleypt auknu lífi í hafnirnar. „Á mánudag voru til að mynda samtals 110 landanir, að langstærstum hluta strandveiðibátar. Annars hefur verið mokveiði í öll veiðarfæri. Dragnótabátarnir hafa verið að fá upp í 40 tonn í róðri og línubátarnir 14 tonn yfir daginn. Það nær auðvitað engri átt hvað þetta er ósanngjarnt með úthlutun á strandveiðibátana hérna á þessu svæði. Héðan eru langflestir bátanna og heildarmagnið alltof lítið. Það á líka að úthluta mun meiru í maí og júní þegar styttra er að sækja. Fiskurinn er kominn lengra út þegar líður á sumarið og þá er þetta orðin löng sigling hjá bátunum,“ segir Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is