Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2014 08:01

Skiptar skoðanir um ársreikning Borgarbyggðar

Frekari umræður urðu um ársreikning Borgarbyggðar á síðasta fundi sveitarstjórnar fyrir kosningar, þegar síðari umræða um reikninginn fór fram. Á fundinum lagði Geirlaug Jóhannsdóttir oddviti Samfylkingarinnar fram bókun þar sem fram kom gagnrýni á fjármálastjórn sitjandi meirihluta, en sveitarfélagið var rekið með tæplega 42 milljóna króna tapi á síðasta ári. „Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 gerði ráð fyrir fjögurra milljóna króna hagnaði en raunin varð um 42 milljóna króna tap. Ársreikningurinn sýnir raunar verstu rekstrarniðurstöðu sem verið hefur frá árinu 2009. Þetta gerist þrátt fyrir að tekjur hafi aukist um 7,6% milli ára og fjármagnskostnaður var lægri en áætlað var. Útgjöld jukust um 9,4% milli ára og varð rekstrarkostnaður 143 milljónum hærri en áætlað var. Verulega vantar því upp á festu í fjármálastjórn,“ segir í bókun Geirlaugar sem studd var af Jóhannesi Stefánssyni samflokksmanni hennar. „Brýn þörf er á að bæta áætlanagerð og kostnaðareftirlit með framkvæmdum svo þær haldist innan samþykkts fjárhagsramma,“ segir enn fremur í bókun Geirlaugar og Jóhannesar. Þau telja meirihlutann ekki hafa innistæðu til að hreykja sér af fjármálastjórn undanfarinna ára.

 

Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður byggðarráðs lagði í kjölfarið fram bókun sem allir fimm fulltrúar meirihluta Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna studdu. „Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs var jákvæð um rúmar 9 milljónir, en hins vegar var neikvæð niðurstaða á rekstri B-hluta fyrirtækja sem gerir það að verkum að niðurstaðan á samstæðu Borgarbyggðar var neikvæð,“ segir í bókun meirihlutans. „Það er því ljóst að efla þarf eftirlit með fjárhagsáætlun og á það einnig við um reiknaða liði eins og lífeyrisskuldbindingar. Samhliða aukinni áherslu á nýframkvæmdir í sveitarfélaginu er mikilvægt að eftirlit með framkvæmdaþáttum sé eflt. Það er hins vegar afar ánægjulegt að sé kjörtímabilið skoðað í heild sinni þá er afkoma sveitarsjóðs jákvæð um samtals 383 milljónir króna.“

 

Meirihlutinn fagnar hins vegar þeim árangri sem náðst hefur í lækkun skulda Borgarbyggðar á síðasta ári sem og á kjörtímabilinu. „Það er ánægjulegt að góður árangur náðist við að lækka skuldir Borgarbyggðar á árinu 2013. Skuldaviðmið sveitarfélagsins var í árslok 122% og hefur lækkað um 25 prósentustig á tveimur árum. Á árinu var greitt af lánum fyrir 364 milljónir og var lögð áhersla á að greiða upp lán með óhagstæðum vaxtakjörum.“ Meirihlutinn telur hins vegar mikilvægt að huga vel að eftirliti með fjármálastjórn sveitarfélagsins. „Eftir sem áður er mikilvægt að við höldum vöku okkar, eftirlit með rekstrinum þarf áfram að vera öflugt og hverja krónu þarf að nýta eins vel og mögulegt er.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is