Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2014 03:01

Krían farin að safnast í Rif

„Já, krían kom hérna á lokadegi vetrarvertíðar, sunnudaginn 11. maí, eins og gerist svo oft. Það kemur reyndar stundum fyrir að hún komi aðeins fyrr, áttunda eða níunda og einstaka sinnum enn fyrr. Það eru ekki komnir stórir hópar ennþá en það má búast við að henni fjölgi næstu dagana og fari þá að undirbúa varpið. Síðan er það náttúrlega spurning hvernig þessu reiðir af í norðanhreti sem spáð er um næstu helgi,“ segir Sæmundur Kristjánsson í Rifi fyrrverandi bæjarverkstjóri í Snæfellsbæ. Sæmundur er mikill náttúruunnandi og fylgist grannt með fuglinum, ekki síst kríunni sem hefur hvað mesta viðkomu í Rifi á öllum stöðum landsins. „Þetta er náttúrlega alveg hörmung hvað lítið hefur komist upp af kríuungum seinni árin. Það er ætisleysið sem virðist vera helsta ástæðan fyrir því,“ segir Sæmundur.

 

 

 

En það er líka annar fugl sem farinn er að verpa í talsverðum mæli í Rifi. Sæmundur segir að æðarvarpið virðist fara vel af stað í manngerðu hólmunum í tjörninni fyrir ofan Rifsósinn. Fuglinn sé búinn að verpa og allt í lukkunnar velstandi. Í sambandi við komu kríunnar þetta vorið má svo bæta því við að til hennar sást 2. maí á flóanum norðan Akraness sem þykir óvenjulega snemmt. Ágiskanir eru um að hún hafi skynjað góða vorbyrjun á sunnanverðu landinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is