Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2014 01:01

Dagur ferðaþjónustunnar á Vesturlandi framundan

„Dagur ferðaþjónustunnar er mikilvægur vettvangur til skrafs og ráðagerða,“ segir Rósa Björk Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands. „Dagur ferðaþjónustunnar verður haldinn í sal Hriflu á Bifröst fimmtudaginn 22. maí. Dagurinn hefst á aðalfundi Ferðamálasamtaka Vesturlands (FMV) á hádegi og eftir aðalfundinn verða nokkur áhugaverð erindi sem tengjast stoðkerfi, markaðssetningu og innviðum ferðaþjónustunnar. Í lok dagsins verða nokkrar örkynningar frá nýjum fyrirtækjum á Vesturlandi þar sem þau kynna sína starfsemi.“

Rósa segir að eitt af markmiðunum með degi ferðaþjónustunnar sé að starfsmenn í ferðaþjónustu á Vesturlandi kynnist því sem er í boði í landshlutanum svo þeir eigi betra með að vísa hver á annan. „Annað markmiðið með þessum degi er að brýna ferðaþjónustuaðila til samstarfs fyrir háönn ársins en einnig er dagurinn mikilvægt samstarfsverkefni FMV, Markaðsstofu Vesturlands og Háskólans á Bifröst. Ný fyrirtæki og spennandi verkefni verða kynnt á Bifröst sem skiptir miklu máli fyrir landshlutann. Ég nefni Hugheima frumkvöðla- og nýsköpunarsetur Vesturlands, en Haraldur Örn Reynisson verkefnastjóri mun kynna þetta frábæra samstarfsverkefni Arion banka, KPMG og fleiri aðila. Meðal góðra gesta verður settur Ferðamálastjóri Íslands ásamt Birni Jóhannssyni umhverfisstjóra Ferðamálastofu en hann mun dvelja degi lengur í landshlutanum og fara með mér víða um Vesturland til að skoða ástand vinsælla ferðamannastaða,“ segir Rósa.

 

Hún bætir því við að mikilvægt sé að sem flestir forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu og starfsmenn þeirra mæti á Dag ferðaþjónustunnar. Einnig sé mikilvægt að góð mæting verði á aðalfundinn. „Ferðamálasamtök landshlutanna eru grasrótarsamtök ferðaþjónustunnar og mikilvægt bakland þó svo að Markaðsstofurnar hafi tekið yfir helstu verkefni samtakanna. Á aðalfundi ferðamálasamtakanna 2013 var ákveðið að setja saman félagatal svo auðveldara væri að halda utan um hverjir hefðu atkvæðisrétt á aðalfundi ferðamálasamtakanna. Stjórn FMV sendi því út valgreiðslu með mjög hóflegu gjaldi þannig að þeir ferðaþjónustuaðilar sem hafa greitt valgreiðsluna hafa atkvæðarétt á fundinum. Einnig verður tekið við greiðslu félagsgjalda á aðalfundinum.  Ég hvet því alla til að mæta,“ segir Rósa Björk að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is