Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2014 03:01

Skagamaður samdi tónlist fyrir íslensku myndina Vonarstræti

Sigurvin Haraldsson, eða Simmi Angel eins og hann er oft kallaður, er brottfluttur Skagamaður. Hann er í dag búsettur á Akureyri þar sem hann starfar sem stuðningsfulltrúi fyrir börn, semur auglýsingar, hljóðblandar og síðast en ekki síst, semur tónlist. Hann samdi meðal annars tónlist fyrir íslensku kvikmyndina Vonarstræti, sem frumsýnd verður á föstudaginn. Simmi á fjögur lög í myndinni, sem er fjórum lögum meira en hann átti von á. „Ég sendi leikstjóranum Baldvini Z eitt lag til að byrja með. Hann svaraði mér með því að ég fékk að senda honum nokkur lög til viðbótar í framhaldi af því. Ég átti upphaflega að eiga mögulega eitt lag í myndinni en kom að lokum öllum fjórum að. Það er fjórum fleiri en ég átti von á,“ segir Simmi í samtali við Skessuhorn.

 

Kvikmyndin var forsýnd síðastliðinn miðvikudag og þykir lofa góðu. Hún fjallar um þrjár ólíkar persónur og hvernig þeim tekst að fóta sig í íslensku samfélagi á árunum rétt fyrir hrun og hvernig örlög þeirra fléttast saman. „Tónlistin í myndinni er svipuð tónlistinni sem var í gangi á þessum tíma, um 2007. Þetta er svona danstónlist, bæði þung og létt,“ bætir hann við.

 

Nánar er rætt við Sigurvin Haraldsson eða Simma Angel í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is