Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2014 11:19

Grundaskóli í úrslitum Skólahreysti annað kvöld

Grundaskóli á Akranesi er í hópi tólf skóla á landinu sem mætast í úrslitum Skólahreysti sem fara fram á morgun, föstudaginn 16. maí, í Laugardalshöllinni. RÚV sýnir beint frá keppninni og hefst útsendingin kl. 19.40. Þetta er í þriðja sinn sem Grundaskóli keppir til úrslita í keppninni. Keppendur frá skólanum eru þau Helgi Arnar Jónsson sem keppir í upphífingum og dýfum. Saman í hraðaþraut fara þau Eiður Andri Guðlaugsson og Júlía Björk Gunnarsdóttir. Loks keppir Birna Sjöfn Pétursdóttir í armbeygjum og hreystigreip.

 

 

 

Skólarnir sem keppa til úrslita auk Grundaskóla eru: Fellaskóli í Fellabæ, Grunnskólinn á Þingeyri, Heiðarskóli og Holtaskóli í Reykjanesbæ, Hvolsskóli á Hvolsvelli, Lágafellsskóli í Mosfellsbæ, Síðuskóli á Akureyri, Seljaskóli í Reykjavík, Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi, Vallaskóli á Selfossi og Varmahlíðarskóli.

 

„Það verður gríðarleg spenna í Laugardalshöll annað kvöld. Landsbankinn veitir nemendafélög þriggja efstu skólanna vegleg peningaverðlaun. Keppendur sigurliðsins fá einnig vegleg verðlaun. Þá stendur bankinn einnig fyrir Instagram-myndakeppni og geta áhorfendur sent inn myndir merktar #skolahreysti. Bestu og frumlegustu myndirnar verða  verðlaunaðar,“ segir í tilkynningu frá Láru Berglindi Helgadóttur stofnanda Skólahreysti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is