Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2014 04:01

Nýuppgerður Rússi sem líklega var fyrsti bílaleigubíll landsins

Þennan 58 ára gamla Rússajeppa hefur Pétur Jónsson á Hvanneyri nú lokið við endurgerð á. Bíllinn var til sýnis á stórsýningu Rafta og Fornbílafjélagsins í Brákarey síðastliðinn laugardag og vakti talsverða athygli. Bíllinn á sér merka sögu en hann er jafnvel talinn vera fyrsti bílaleigubíllinn hér á landi. En gefum Pétri orðið um sögu bílsins: „Bíllinn er af gerðinni GAZ-69, árgerð 1956. Guðmundur Jónasson hópferðabílstjóri lét setja í hann Benz vél og kassa. Kristinn vagnasmiður byggði síðan álhús yfir hann veturinn 1961-1962 og meðal annars þess vegna hefur hann varðveist þetta vel. Það var svo hagleiksmaðurinn Þorsteinn Pálsson frá Steindórstöðum sem klæddi húsið að innan sama vetur og er sú klæðning að stærstum hluta heil enn í dag. Guðmundur Jónasson átti bílinn í rétt 20 ár og var hann þá með númerið R-2510. Á þeim tíma leigir hann bílinn út til ferða um hálendið og þjóðvegi landsins. Telja menn að um leið hafi bíllinn verið sá fyrsti sem leigður er út til ferðafólks.

Það var síðan Einar Pálsson bóndi á Steindórstöðum, bróðir Þorsteins sem upphaflega klæddi bílinn, sem keypti bílinn og átti í 14 ár. Er hann þá með skrásetningarnúmerið M-1614. Örnólfur Jómundsson á Sigmundarstöðum í Þverárhlíð eignast bílinn eftir daga Einars bónda og á hann í tvo áratugi, en þá var skrásetningarnúmerið AA-489. Sæmundur Sigmundsson fær bílinn ofan úr Þverárhlíð og lét taka úr honum ryð og byrja endurbætur. Ég keypti bílinn af Sæmundi árið 2012 og geri hann upp. Nú er hann og verður með númerinu M-121,“ segir Pétur Jónsson. Hann hyggst vera á bílnum í sumar til styttri ferða, en hyggst koma honum fyrir á Samgöngusafninu í Brákarey í haust, enda eigi hann þar verðugt heimili.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is