Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2014 03:01

Gáfu fyrstu bekkingum hjálma líkt og undanfarin ár

Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk í vor reiðhjólahjálma. Þetta er árviss viðburður félaganna til að bæta umferðaröryggi yngstu hjólreiðamanna landsins. Í ár kallast verkefnið „Óskabörn þjóðarinnar“ og samkvæmt tilkynningu fá um 4.500 börn á öllu landinu hjálma, buff, bolta og endurskinsborða að gjöf. Líkt og undanfarin ár sá Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi um að færa börnunum í Borgarnesi, Hvalfjarðarsveit og á Akranesi hjálmana. „Það er okkur mikil ánægja að færa börnunum hjálma á hverju ári enda er tilgangurinn að stuðla að öryggi íslenskra barna og vernda höfuð þeirra gegn hnjaski. Við færðum 146 börnum í þessum þremur sveitarfélögum hjálma í ár og höfum gert þetta í um það bil áratug,“ segir Björgvin Eyþórsson forseti Þyrils.

Kiwanishreyfingin er alþjóðleg þjónustuhreyfing sjálfboðaliða karla og kvenna sem hefur frá upphafi lagt áherslu á að vinna að velferðarmálum barna og annarra. „Eimskip lætur framleiða hjálmana og við sjáum um dreifingu þeirra. Það hefur sýnt sig að börnin nota hjálmana og þeir hafa bjargað börnum frá alvarlegum meiðslum. Til þess er leikurinn gerður,“ bætir Björgvin við.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is