Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. maí. 2014 08:01

Höfðinglegt framlag lionsmanna á Akranesi til kaupa á sneiðmyndatæki

Nýverið veitti stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands móttöku höfðinglegum styrk frá Lionsklúbbi Akraness til kaupa á tölvusneiðmyndatæki. Það var Steinunn Sigurðardóttir formaður stjórnar hollvinasamtakanna sem veitti fjögurra milljóna króna ávísun viðtöku úr hendi Jóns Ágústs Þorsteinssonar formanns Lionsklúbbs Akraness. Fram kom í ávarpi Jóns Ágústs að lionsmenn á Akranesi hefðu alla tíð stutt eftir megni við starfsemi Sjúkrahússins á Akranesi og svo Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Áhaldakaupasjóður sjúkrahússins hefði verið stofnaður innan klúbbsins árið 1958 þegar tvö ár voru liðin frá stofnun Lionsklúbbs Akraness. Jón Ágúst sagði að sú fjáröflun sem gerði klúbbnum kleift að afhenda styrki sem þennan væru ljósakrossarnir í kirkjugarðinum á Akranesi á jólaföstunni.

 

 

 

Steinunn Sigurðardóttir formaður Hollvinasamtaka HVE sagði að söfnunin fyrir sneiðmyndatækinu nyti mikils velvilja, en fyrir nokkru var einnig afhent veglegt framlag frá Lionsklúbbnum Eðnu á Akranesi til kaupa á tækinu. Haft hafi verið samband við mörg fyrirtæki á svæðinu þar sem falast hefði verið eftir styrk til kaupa á sneiðmyndatækinu. Hollvinasamtökin voru stofnað í janúar síðastliðnum. Stjórn samtakanna ákvað að forgangverkefni yrði að safna fyrir nýju tölvusneiðmyndatæki. Tækið sem nú er í notkun var reyndar einnig keypt fyrir söfnunarfé. Það var keypt notað, uppgert með nýjum tölvuhluta, og tekið í notkun í ársbyrjun 2007. Gert var ráð fyrir að það myndi vart endast lengur en fimm ár. Þórir Bergmundsson læknir sem viðstaddur var afhendingu styrks lionsmanna sagði að því miður væru vissar tölvusneiðmyndarannsóknir aflagðar þar sem myndgæði og eiginleikar gamla tækisins væru ekki nógu góðir lengur við ákveðnar rannsóknir. Því væri kaup á nýju tæki orðið afar brýnt, en það kostar á bilinu 40-50 milljónir króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is