Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2014 09:01

Regnbogafánanum flaggað við bæjarskrifstofurnar

17. maí er eins og margir vita þjóðhátíðardagur Norðmanna. Dagurinn er hins vegar einnig merktur á almanakið fyrir aðrar sakir og ólíkar. Í tilkynningu frá Akraneskaupstað sl. föstudag segir: „Þann 17. maí árið 1990 var samkynhneigð tekin út af sjúkdómalista Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Að því tilefni er 17. maí Alþjóðlegur baráttudagur gegn homo-, bi- og transfóbíu. Akraneskaupstaður flaggar því regnbogafánum í dag við skrifstofur sínar að Stillholti 16-18 og við aðra stofnanir kaupstaðarins.“

Þá segir að mannréttindastefna Akraneskaupstaðar hafi nýlega verið samþykkt í bæjarstjórn og þar komi fram að Akraneskaupstaður styðji réttindabaráttu hinsegin fólks. „Orðið ,,hinsegin“ er regnhlífarhugtak sem nær yfir alla þá hópa sem skilgreina kynhneigð sína og kynvitund utan hins gagnkynhneigða ramma. Í stefnunni segir að óheimilt sé að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar og að framlag hvers og eins skuli metið að verðleikum óháð kynvitundar eða kynhneigðar.“ Meðfylgjandi er ljósmynd tekin fyrir utan bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is