Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2014 11:15

Skagamenn biðu lægri hlut suður með sjó

Grindvíkingar sigruðu Skagamenn í annarri umferð 1. deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn á Grindavíkurvelli. Heldur fámennt var á vellinum þegar liðin mættust í blíðskaparverðri, en báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í deildinni þetta sumarið. Voru það gestirnir frá Akranesi sem komust yfir snemma leiks þegar Eggert Kári Karlsson skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu. Heimamenn jöfnuðu svo leikinn á 33. mínútu og var staðan því jöfn í hálfleik. Skagamenn urðu svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 50. mínútu og heimamenn komnir í forystu. Eftir markið lágu Skagamenn mjög framarlega á vellinum og voru í tvígang mjög nálægt því að jafna, fyrst með skoti í þverslá og svo komst Eggert Kári einn inn í vítateig andstæðinganna en skot hans fór framhjá. Grindvíkingar sem lágu undir pressu náðu hins vegar sókn um miðjan seinni hálfleik og skoruðu þar sitt þriðja mark og staðan orðin 3-1 fyrir heimamenn. Gestirnir héldu áfram að sækja það sem eftir lifði leiks og uppskáru vítaspyrnu á 91. mínútu sem Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði úr örugglega. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk því leiknum með 3-2 sigri Grindvíkinga.

Næsti leikur Skagamanna er sjálfur Vesturlandsslagurinn gegn Víking frá Ólafsvík og verður hann spilaður næsta föstudag kl. 19:15 á Akranesvelli.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is