Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2014 11:17

Víkingar töpuðu fyrir Selfyssingum

Víkingar fóru án stiga heim til Ólafsvíkur frá Akranesi sl. laugardag eftir að hafa mætt Selfyssingum í 1. deildinni í Akraneshöllinni. Leikurinn átti að fara fram á Ólafsvíkurvelli en þar sem hann er ekki tilbúinn og ekki heldur grasvöllurinn á Selfossi var þrautalendingin að spila leikinn innanhúss á Akranesi. Víkingar náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun í deildinni en þeir unnu KA fyrir norðan í fyrstu umferð. Selfyssingar beittu sama leikstíl og móti ÍA í fyrstu umferðinni, lágu aftarlega á vellinum og treystu á að færi gæfist til snöggra sókna. Fyrir bragðið var leikurinn mjög lokaður og ekki mikið að gerast. Það voru þó „gestirnir“ frá Selfossi sem höfðu stríðsgæfuna með sér. Upp úr hornspyrnu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma tókst þeim að skora mark sem reyndist sigurmarkið. Úrslitin því 1:0 fyrir Selfossi. Víkingar eru því með þrjú stig eins og nokkur lið, þar á meðal ÍA, eftir tvær umferðir af mótinu.

Í næstu umferð verður Vesturlandsslagur þegar ÍA og Víkingur mætast á föstudagskvöldið á Akranesvelli.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is