Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2014 06:01

Konur á Vesturlandi oddvitar nær jafns við karla

Konur eru í meirihluta oddvita á framboðslistum í þéttbýli á Vesturlandi sem boðnir eru fram við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí nk. Þannig eru konur í efsta sæti þriggja af fimm listum sem boðnir eru fram á Akranesi, tveggja af fjórum í Borgarbyggð, sömuleiðis tveggja af fjórum í Snæfellsbæ og eins af tveimur bæði í Grundarfirði og Stykkishólmi. Það eru oddvitar tveggja lista í Eyja- og Miklaholtshreppi, þar sem karlar eru oddvitar beggja lista, sem dregur hlutfall kvenna í oddvitastöðum á framboðslistum á Vesturlandi aðeins niður fyrir 50%. Í samantekt sem birt var í RUV um helgina, sagði að hlutfall kvenna í oddvitasæti framboðslistanna væri hæst á Vesturlandi, eða tæplega 50%. Þar næst kæmi Norðurland vestra með rúmlega 40%, en að jafnaði yfir landið var hlutfall kvenna í oddvitasætum á framboðslistum um 33%. Sumsstaðar er hlutfallið ansi lágt svo sem á fjölmennu svæði Suðurlands þar sem kona er aðeins í einu af hverjum fjórum oddvitasætum.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is