Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2014 08:02

Metár hjá vestlenskum glókollum

Náttúrustofa Vesturlands hefur frá árinu 2003 fylgst með útbreiðslu glókolls í greniskógum á Vesturlandi. Glókollur er minnsti fugl Evrópu og heldur einkum til í barrskógum, þar sem hann étur ýmis smádýr eins og grenilýs og áttfætlumaura. Um er að ræða einu skipulegu vöktunina á þessari tegund hér á landi. Á vef Náttúrustofu Vesturlands segir: „Talið er að glókollur hafi fyrst orpið hér á landi að einhverju ráði um 1996 eftir mestu glókollagengd sem sögur fara af. Næstu árin dreifðist glókollurinn allvíða, einkum um Austur-, Suður- og Vesturland, en veturinn 2004-2005 hrundi stofninn. Árið 2008 náði hann sér ágætlega á strik, þótt ekki næði hann sömu hæðum og fyrir hrun, og virðist hafa haldist lítið breyttur árin 2010 og 2012.

Samkvæmt niðurstöðum þessa vors finnst glókollur nú í fleiri grenilundum á Vesturlandi en nokkru sinni fyrr eða á um þremur af hverjum fjórum athugunarsvæðum. Aðstæður virðast því hafa verið stofninum hagfelldar síðasta vetur og hafa líkur verið leiddar að því að stofnsveiflurnar séu nátengdar sveiflum í fæðuframboði.

Helsta fæða glókollsins, sitkalús, þolir illa mikil frost og drepst til að mynda ef hiti fer niður fyrir -15°C í nokkurn tíma. Nýlega var sagt frá því í fréttum að nú geisaði sitkalúsarfaraldur í Reykjavík og er líklegt að gott gengi glókollsins nú tengist uppsveiflu sitkalúsarinnar. Þess má í lokin geta að svartþröstum virðist hafa fjölgað mikið á Suðvesturlandi á síðustu árum. Við glókollaathuganirnar á Vesturlandi sáust syngjandi svartþrestir á Akranesi, í Borgarnesi og Vatnaskógi, en söngur þeirra er sterk vísbending um varp.“

 

Heimild: www.nsv.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is