Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2014 11:12

Afkoma Stykkishólmsbæjar versnar milli ár

Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólms síðastliðinn fimmtudag var tekinn til fyrri umræðu ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2013. Þar kom fram að rekstrarafkoma samantekins ársreiknings A og B hluta er neikvæð um 18,3 milljónir kr. miðað við 4,5 millj. kr. hagnað á árinu 2012. Þá er rekstrarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs neikvæð um 14,5 millj. 2013 miðað við 11 millj. kr. hagnað árið 2012. Helstu ástæður lakari rekstrarniðurstöðu milli ára er rakin til þess að rekstartekjur hækkuðu aðeins um 9,7 milljónir kr. milli ára, meðan rekstarútgjöld hækkuðu um 35,1 milljónir og vegur þar þyngst hækkun launa og lífeyrisskuldbindinga.

 

 

 

Í fundargerð frá bæjarstjórnarfundinum segir að á síðustu tíu árum hafi tekjur bæjarfélagsins einungis staðið undir útgjöldum árin 2006 og 2012 þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta og fjármagnsliða. Þar segir að áhyggjuefni sé hversu lágt handbært fé frá rekstri var eða einungis 130 þúsund krónur um áramótin 2013 og 2014 en þyrfti að vera um 50 milljónir. „Það að sveitarfélagið hafi ekki náð jákvæðri rekstrarniðurstöðu á árinu 2013 ber að íhuga alvarlega og leita leiða til að auka tekjur og minnka útgjöld svo sveitarfélagið standist viðmið sveitarstjórnarlaga,“ segir í greinargerð meirihluta bæjarstórnar sem lögð var fram á fundinum. Þar segir að jákvæðu þættirnir í rekstri síðasta árs sé hagnaður hjá hafnarsjóði og fráveitu. „Það er alveg ljóst að til að ná þeim árangri að rekstur bæjarfélagsins verði jákvæður verður áfram að gæta verulegs aðhalds í rekstri. Jákvæð þróun hefur orðið á skuldum Stykkishólmsbæjar en skuldahlutfall miðað við tekjur er komið niður fyrir 150% og var árið 2013 147,2%. Fjármagnsgjöld voru 88,8 milljónir. Mikilvægt er að lækka fjármagnsgjöld bæjarins áfram. Það er því alveg ljóst að á næstu árum verður að fara varlega í auknar fjárfestingar og forgangsraða af skynsemi og ábyrgð og miða við þörf og stöðu. Við teljum að forgangsverkefni næstu ára verði fjárfesting til öldrunarmála, göngustíga og gatnakerfi bæjarins,“ segir í bókun meirihluta bæjarstórnar.

Minnihluti bæjarstjórnar segir í bókun sinni á fundinum að það sé áhyggjuefni að enn hækki rekstrargjöld Stykkishólmsbæjar umfram tekjur og að handbært fé sé mjög lítið. „Nauðsynlegt er að snúa rekstri úr tapi yfir í hagnað og auka veltufé frá rekstri, það verður aðeins gert með auknum tekjum og lægri útgjöldum. Ljóst er að taka þarf verulega á útgjaldaliðum, hagræða og skera niður frá því sem nú er ef ekki á illa að fara,“ segir í bókun minnihluta bæjarstjórnar Stykkishólms.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is