Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2014 06:01

Framkvæmdir við Bugavirkjun á lokastigi

Þessar vikurnar er unnið með öðrum vorverkum að lokaframkvæmdum við Bugavirkjun hjá bændum á Eystri- og Vestri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit. Framkvæmdir við virkjunina hófust síðsumars 2012 og hafa staðið síðan með nokkrum töfum sem urðu á framkvæmdum veturinn 2012-13, m.a. vegna kærumála sem upp komu. Frá því endanlegt framkvæmdaleyfi var staðfest síðasta vor hefur verið nokkuð stöðugur gangur í framkvæmdum. Þessar dagana er unnið að tengingu túrbínu við aðfall og fráfallslagnir í stöðvarhúsinu sem byggt var í vetur. Magnús Hannesson bóndi á Eystri-Leirárgörðum vonast til að unnt verði að hefja raforkuframleiðslu núna í júnímánuði. Áætlað er að virkjunin skili 40 kílóvöttum sem er nægjanleg raforka til lýsingar og reksturs á bæjunum á Leirárgörðum. Umframorka verður seld inn á dreifikerfi Rarik og bæirnir á Leirárgörðum fá orku miðlað um netið í báðar áttir verði truflanir á framleiðslu Bugavirkjunar.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is