Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2014 08:01

Draumur barna í Laugargerðisskóla uppfylltur með höfðinglegri gjöf

Fyrir níu árum var heimatilbúnum kastala komið fyrir á lóð Laugargerðisskóla og unnu foreldrar barna í skólanum það verk. Þar sem kastalinn var orðinn gamall, farinn að láta á sjá og uppfyllti þar að auki ekki staðla um öryggi, var hann rifinn þegar lóðin var endurgerð og settur upp sparkvöllur. Síðan hefur leikkastali verið draumur nemenda við skólann. Nú er sá draumur orðinn að veruleika, þökk sé góðu fólki sem ber hlýjan hug til Laugargerðisskóla. Sá sem átti frumkvæði að því að láta drauminn rætast er formaður skólanefndar, Eggert Kjartansson á Hofsstöðum.

Fyrirtækin Múlavirkjun, HS Orka og Fiskþurrkunin Miðhrauni gáfu skólanum kastalann og undirlag undir hann. Þá komu feður skólabarna og kennarar og lögðu til tæki og vinnu til að setja mannvirkið niður. Var það verk unnið á fjórum dögum.

Gestur Úlfarsson kom með tæki og tól og stjórnaði vinnunni. Atli Svansson kom einnig með dráttarvél og lagði til vinnu. Sigurður Jónsson, faðir og kennari, vann við verkið allan tímann. Einnig komu þeir Jón Oddsson í Kolviðarnesi og Sigurbjörn Magnússon á Minni-Borg og unnu við uppsetninguna og Guttormur í Miklaholtsseli hjálpaði til við steypuvinnu. Mottur og undirlag settu Atli Svansson í Dalsmynni, Eggert Kjartansson á Hofsstöðum, Halldór Sigurkarlsson í Hrossholti, Kristján Magnússon á Snorrastöðum, Friðbjörn Örn Steingrímsson í Laugargerði og Sigurður Jónsson í Laugargerði.

 

Nemendur og starfsfólk Laugargerðisskóla vilja þakka öllum þessum aðilum fyrir þessa einstöku gjöf og vinnuna sem því fylgdi að koma kastalanum upp.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is