Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2014 09:01

Er þakklát fyrir að gefast tækifæri til að starfa í fótboltanum

Akranes á nú kvennalið í efstu deild í fótboltanum eftir margra ára hlé. Þegar Skagakonur urðu fyrst Íslandsmeistarar 1984 var komin til liðs við félagið ung stúlka sem þá var nýflutt til bæjarins ásamt fjölskyldu sinni vestan frá Bolungarvík. Þetta var Halldóra S Gylfadóttir sem mörg árin á eftir var meðal lykilmanna í kvennaliði ÍA, mjög sigursælu liði sem margoft hampaði bæði Íslands- og bikarmeistaratitli. Halldóra var líka fastamaður í landsliðinu á ellefu ára tímabili. Hún sneri sér að þjálfun, einkum þjálfun yngri flokka stúlkna hjá ÍA. Halldóra hefur þjálfað alla árgangana sem komið hafa upp í kvennaboltanum á Akranesi síðustu árin, árganga 1992 og þar fyrir aftan að árgangi 1999 undanskildum. Árgangarnir 1993-’94 komust í úrslit Íslandsmótsins í 5., 4. og 3. flokki og það eru einmitt stúlkurnar sem skipa kjarnann í meistaraflokki ÍA í dag. Halldóra tók þá ákvörðun fyrir skömmu vegna heilsufarsástæðna að hætta knattspyrnuþjálfun. Í leikhléi í leik ÍA og Fylkis í Pepsídeild kvenna sl. miðvikudag var 5. flokki stúlkna veitt viðurkenning fyrir sigur á Faxaflóamótinu nýlega. Halldóra fylgdi sínu liði inn á völlinn og í leiðinni voru henni þökkuð farsæl störf fyrir ÍA með gjafabréfi, viðurkenningu og gjöf; skopmynd sem Bjarni Þór listamaður teiknaði af henni. Halldóra féllst á að spjalla við blaðamann Skessuhorns á þessum tímamótum, en nú eru 30 ár liðin frá því hún byrjaði að spila fótbolta á Akranesi, þá með verðandi meisturum ÍA.

 

Sjá viðtal við Halldóru í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is