Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2014 09:20

Skagakonur svekktar eftir tap gegn FH

Skagastúlkur gengu mjög svekktar af velli í Kaplakrika í Hafnarfirði í gærkveldi eftir 0:2 tap á móti FH í Pepsídeildinni. Skagaliðið var síst lakara liðið í leiknum og var óheppið að skora ekki, en liðið fékk færi til þess bæði í fyrri og seinni hálfleik. Það sama gerðist í leiknum og í fyrstu umferðinni á móti Fylki. ÍA var nýbúið að fá dauðafæri þar sem markvörður FH varði vel frá Guðrúnu Karitas, að strax í næstu sókn náði FH liðið að skora. Það gerðist á markamínútunni þeirri 43. rétt fyrir leikhlé.

Síðari hálfleikur hófst með mikilli baráttu eins og sá fyrri. Ekki var mikið um færi þangað til Eyrún Eiðsdóttir fékk dauðafæri um miðjan seinni hálfleik, en skaut yfir úr góðu færi. Eftir þetta dró af Skagastúlkum og FH var betri aðilinn það sem eftir lifði leiks. FH skapaði sér þrjú góð færi sem Halla Margrét í marki ÍA varði vel en á síðustu mínútu innsiglaði FH sigurinn með skallamarki úr teignum. Magnea Guðlaugsdóttir þjálfari ÍA var mjög svekkt eftir leikinn. Hún taldi sitt lið heldur betri aðilann í leiknum en það sem á skorti væri meiri græðgi fyrir framan mark andstæðinganna.

Næsti leikur ÍA í Pepsídeildinni verður á Akranesvelli gegn Val þriðjudagskvöldið 27. maí. Valsstúlkur burstuðu Aftureldingu 7:0 á Hlíðarenda í gærkveldi og eru í hópi sterkari liðanna í deildinni. Fyrir þann leik er vonast til að þrír leikmenn frá Bandaríkjunum hafi bæst í leikmannahóp ÍA.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is