Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2014 02:29

Húsnæði í eigu Íbúðalánasjóðs stendur tómt þrátt fyrir skort

Mikill skortur er á leiguhúsnæði á suðvestanverðu landinu. Verst er ástandið á höfuðborgarsvæðinu þar sem leiguverð hefur náð nýjum hæðum. Þá herma nýjustu fréttir að leigusalar séu farnir að krefja væntanlega leigutaka um ýmsar upplýsingar sem ekki standist lög að krefjast. Fara þeir t.d. fram á upplýsingar um skuldastöðu leigjenda, sakavottorð, staðfestingu á atvinnu og fleira. Leigumarkaðurinn er því afar þungur og er Vesturland þar engin undantekning. Sem dæmi má nefna að tuttugu manns höfðu á tveimur dögum samband við leigusala þriggja herbergja íbúðar á Akranesi sem auglýst var í smáauglýsingum Skessuhorns fyrr í vor. Þegar lítið sem ekkert er byggt af nýju húsnæði verður baráttan harðari um eldri eignir einkum á svæðum þar sem atvinnuástand er gott. Í kjölfar bankahrunsins hefur Íbúðalánasjóður eignast gríðarlega margar fasteignir víða um land, meðal annars tugi fasteigna á Akranesi, í Borgarnesi og Snæfellsbæ svo dæmi séu tekin. Þessar eignir fást ekki til leigu og standa því í flestum tilfellum tómar. Athygli og umræðu hefur vakið að eignir þessar eru boðnar til sölu á háu verði miðað við ástand þeirra og markaðsverð á sambærilegum eignum á sömu stöðum. Lesendur geta sannreynt þetta með að skoða fasteignavefina á netinu. Þess má geta að fasteignir í eigu Íbúðalánasjóðs eru oftar en ekki án veðskulda og standa tómar. Á nokkrum stöðum á Akranesi eru þessar fasteignir farnar að skera sig úr öðrum eignum í kring, þar sem þær eru með öllu viðhaldslausar og lýti í umhverfinu.

Skessuhorn ræddi við forstjóra Íbúðalánasjóðs um þessi mál auk þess að heyra viðbrögð Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra á Akranesi þar sem sjóðurinn á yfir hundrað eignir.

 

Allar leiguhæfar íbúðir komnar í útleigu

 

Íbúðalánasjóður á nú 112 íbúðir á Akranesi og eru einungis 43 þeirra í útleigu. Hinar 69 eru ýmist skráðar á sölu eða á leiðinni í sölu. Í Borgarnesi á Íbúðalánasjóður tugi fasteigna og töluvert margar einnig í Snæfellsbæ.

Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir í samtali við Skessuhorn það vera rétt að flestar íbúðir sjóðsins á Akranesi séu í þannig ástandi að ekki sé hægt að leigja þær út. Hann segir allar þær íbúðir sem sjóðurinn telji leiguhæfar vera komnar í útleigu. „Það eru gerðar ákveðnar kröfur til leigusala um ástand leiguíbúða og við þurfum að uppfylla þær. Við drögum línuna við eina og hálfa milljón þegar til framkvæmda kemur og ef það kostar meira en það að koma þeim í leiguhæft ástand, þá eru þær skráðar til sölu. Heimild okkar til að leigja út íbúðir er í raun skammtímahlutverk sjóðsins til að bregðast við ástandinu á markaðinum. En það er samt sem áður þannig að fólk sem missir eignir sínar má leigja þær áfram.“

 

Nánari umfjöllun um málið, auk viðbragða Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra á Akranesi, má lesa í Skessuhorni vikunnar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is