Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2014 03:12

HB Grandi búinn að kaupa Norðanfisk á Akranesi

HB Grandi hf. hefur fest kaup á öllu hlutafé framleiðslufyrirtækisins Norðanfisks ehf. við Vesturgötu á Akranesi. Fyrir átt HB Grandi 23,8% í Norðanfiski en meðeigendur, og sem nú selja hluti sína, eru Pálsgerði ehf., sem er í eigu Kjarnafæðis, Brim hf., og Pétur Þorleifsson framkvæmdastjóri Norðanfisks. Kaupverðið er 580 milljónir króna. Í tilkynningu segir að kaupin séu liður í áherslu HB Granda á aukna verðmætasköpun úr aflaheimildum félagsins. Með kaupunum hyggst HB Grandi skapa leið fyrir fullunnar afurðir sínar á innanlandsmarkaði.

 

 

 

Starfsmenn Norðanfisks eru 28. Efnahagur fyrirtækisins er traustur og nam vörusalan 1.263 milljónum króna árið 2013. Gert er ráð fyrir að kaupin munu styrkja rekstur félagsins enn frekar. Starfsemin verður áfram á Akranesi og verður Pétur Þorleifsson áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

 

Norðanfiskur sérhæfir sig í vinnslu sjávarafurða í neytendapakkningar og sér einstaklingum, veitingahúsum, mötuneytum og verslunum fyrir margvíslegum sjávarréttum. Fyrirtækið var stofnað á Akureyri árið 2001 en flutti starfsemi sína tveimur árum síðar til Akraness þegar það sameinaðist fyrirtækinu Íslenskt-Franskt eldhús. Norðanfiskur er þriðja fyrirtækið á Akranesi sem HB Grandi hf. festir kaup á á stuttum tíma. Skammt er liðið sína fyrirtækið keypti Laugafisk og Vigni G Jónsson ehf.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is