Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2014 06:01

Safnað fyrir hjartahnoðtæki í Ólafsvík

Sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Ólafsvík og Guðjón Hólm Gunnarsson aðstoðarvarðstjóri hjá Neyðarlínunni hafa ásamt Lionsklúbbi Ólafsvíkur hafið fjársöfnun fyrir sjálfvirku hjartahnoðtæki til að hafa í sjúkrabílum HVE á svæðinu. Tækið heitir Lúkas og kemur það í stað viðbótar manns við endurlífgun. Lúkas sér algerlega um hjartahnoð og veitir mun árangursríkara hnoð en mannshendur gera enda þreytist tækið að sjálfsögðu ekki. Tækið er fyrirferðalítið og með notkun þess skapast betra rými fyrir bráðaliða, t.d til að veita öndunaraðstoð og lyfjagjöf samhliða því sem tækið hnoðar.

„Það er svona hálfur mánuður síðan við settum okkur í samband við Lionsklúbbinn til að hefja þessa söfnun. Guðjón Hólm Gunnarsson kom hingað vestur og við eyddum heilum degi í að fara á milli fyrirtækja og stofnana til að kynna tækið og safna. Lionsklúbburinn sendi svo út bréf til fyrirtækja en klúbbfélagar munu halda utan um söfnunina,“ segir Þórarinn Steingrímsson sjúkraflutningamaður í Ólafsvík í samtali við Skessuhorn.

 

Sjúkraflutningamenn á landsbyggðinni þurfa stundum að beita hjartahnoði við erfiðar aðstæður sem geta bitnað á gæðum hnoðsins. Þá þurfa þeir oftar en ekki að flytja sjúklinga langa leið og þá þurfa tveir að skiptast á að hnoða. „Þetta tæki er alveg bráðnauðsynlegt fyrir okkur á landsbyggðinni. Ef tækið er ekki til staðar í sjúkrabílum þá þarf stundum að gera hlé á hnoði, til dæmis á meðan verið er að færa sjúklinginn til,“ segir Þórarinn. Hann bætir því við að erfitt sé fyrir sjúkraflutningamenn að hnoða í langan tíma í senn og ekki taki nema 11 sekúndur að koma tækinu á sjúklinginn. Eftir það fái hann jafnt og stöðugt hjartahnoð.

Lúkas er kominn í sjúkrabíla á fimm stöðum á landinu; höfuðborgarsvæðinu, Selfossi, Suðurnesjum, Akranesi og í Búðardal. Á öllum þessu stöðum hafa fyrirtæki, félög og einstaklingar lagt fram fé til kaupanna. „Lionsmenn hafa opnað reikning þar sem hægt er að leggja inn ef fólk vill styrkja þessi kaup með fjárframlagi. Þeir munu svo leita til fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga með styrkveitingar. Tæki sem þetta kostar tvær og hálfa milljón króna og við vonumst eftir góðum undirtektum,“ segir Þórarinn.

 

Númer söfnunarreikningsins er:

Kt: 530586-1709. Bnr: 0190. Hb: 15. Rnr: 630039.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is