Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2014 02:46

Eldsmíðahátíð á Akranesi undir lok næstu viku

Íslenskir eldsmiðir halda eldsmíðahátíð og eldsmíðamót í samstarfi við Safnasvæðið á Akranesi í Smiðjunni Görðum dagana 29. maí til 1. júní. Keppnin fer fram sunnudaginn 1. júní kl. 11-15. Keppendum er bent á að skrá sig á eldsmidir.net í síðasta lagi 25. maí. Í tilkynningu vegna mótsins frá Akraneskaupstað segir að boðið verði upp á byrjendanámskeið í eldsmíði, fyrirlestra og sýningar á handverki og einnig verði vandað handverk til sölu. Handverksmenn verða við vinnu sína á svæðinu, til að mynda verður hægt að fylgjast með trérennismiðum, útskurðarfólki, leirkeragerð og fleiru. Að þessu sinni koma tveir bræður frá Svíþjóð til landsins, Ola og Sebastian Jonsson, en þeir eru sérfræðingar í lofthömrum. Smiðjan í Görðum státar einmitt af einum slíkum, hálfgerðum forngrip, sem á að reyna að koma í gang á eldsmíðahátíðinni. Búist er við að finnist fyrir svolitlum hristingi jarðar af þessu tilefni.

 

 

 

Jon Olofsson kemur sérstaklega frá Svíþjóð til að kenna og halda fyrirlestur um lofthamarsmíði. Jon er mjög hæfileikaríkur smiður og hönnuður og hefur víðtæka reynslu sem kennari. Hann á faglega útbúið og rúmgott verkstæði heima í Svíþjóð. John Simpkins, smiðjuvinur mun koma til landsins sérstaklega frá Ameríku til að taka þátt í mótinu en hann er giftur vestur íslenskri konu; Jan Sigurdson. John hefur mikinn áhuga á að hjálpa til við að gera veg eldsmíðinnar sem mestan hér á landi en hann mun halda fyrirlestur á hátíðinni og kenna damaskus smíði. Michael Maasing eldsmið þarf vart að kynna fyrir áhugasömum eldsmiðum á Íslandi en hann hefur komið í tilefni eldsmíðamóta ásamt konu sinni, Lindu, nokkur undanfarin ár. Linda er hæfileikaríkur sútari og hefur haldið tvö sútunarnámskeið á Safnasvæðinu á Akranesi. Michael kemur til að dæma á mótinu að þessu sinni, auk þess sem hann mun kenna eldsmiðum að vinna stályfirborð í járn. Þetta er í ellefta sinn sem eldsmiðir verða við vinnu sína á Safnasvæðinu og sjötta árið sem þessi hátíð er haldin.

 

Nánar á eldsmidir.net og hjá formanni Íslenskra eldsmiða, Guðmundi Sigurðssyni í síma 869 4748.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is