Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2014 10:45

Verður að heiman á 108 ára afmælinu

Guðríður Guðbrandsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, er 108 ára í dag. Guðríður fæddist á Spágilsstöðum í Laxárdal í Dölum 23. maí 1906 en hefur búið í Reykjavík frá árinu 1953. Hún var sjötta í röð ellefu systkina. „Ég átti jafn mörg eldri systkini og yngri systkini, var í miðjunni. Strákarnir voru sjö og stelpurnar fjórar,“ sagði hún í samtali við RUV fyrr í mánuðinum. Guðríður lifir öll systkini sín. Hún segir að flest þeirra hafi farið úr krabbameini og foreldrar þeirra hafi látist úr sama sjúkdómi. Nú býr Guðríður í þjónustuíbúð í Furugerði 1 í Reykjavík. Í byrjun mánaðarins sagði hún í viðtalinu við RUV að hún ætlaði ekki að halda upp á afmælið sitt. „Ég er að hugsa um að vera að heiman,“ sagði hún.

Aðeins fjórir Íslendingar, allt konur, hafa náð svo háum aldri. Þrjár urðu 109 ára og ein 108 ára.

Þessar upplýsingar koma fram á Facebook síðunni Langlífi sem Jónas Ragnarsson heldur úti.

 

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is