Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2014 04:08

Sæferðir gera tilboð í norska ferju

Mikið hefur verið að gerast í ferjumálum hjá Sæferðum í Stykkishólmi síðustu dagana. Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri Sæferða segir að fyrir tæpri viku hafi forsvarsmenn fyrirtækisins talið sig hafa gengið frá kaupum á hollenskri ferju með um 50% meiri flutningsgetu en núverandi Baldur. Þegar til kom fengu hollensku aðilarnir ekki að selja ferjuna þannig að kaupin gengu til baka. Pétur og hans fólk hjá Sæferðum höfðu þá skjótar hendur. Þar sem vitneskja var um ferju til sölu í Noregi var gert kauptilboð í hana. Fólk frá Sæferðum er þessa dagana í Noregi að skoða ferjuna en tilboðið var gert í hana óséða.  

Nokkrir dagar eru til stefnu í að staðfesta tilboðið og ganga frá kaupum fyrir forsvarsmenn Sæferða. „Þessi ferja er mun stærri en Baldur og okkur er farið að liggja á með að kaupa nýja ferju þar sem við erum þegar komnir með kaupanda að Baldri,“ sagði Pétur Ágústsson í samtali við Skessuhorn í dag. Þess má geta að frétt í Morgunblaðinu í dag um kaup á hollenski ferju er röng.

Pétur segir nauðsynlegt að kaupa stærri ferju, þar sem Baldur anni ekki lengur flutningunum yfir hásumarið. Þá hafi þungaflutningar aukist ekki síst frá suðurfjörðum Vestfjarða og útlit fyrir aukningu á þeim sem og bílum og fólki við aukna komu erlendra ferðamanna til landsins. „Þetta sumar fer vel af stað hjá okkur og þegar orðin mikil umferð. Það er eiginlega brjálað að gera hjá okkur og við erum full bjartsýni fyrir komandi ferðamannasumar,“ segir Pétur hjá Sæferðum.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is