Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2014 10:01

Baráttusigur Víkinga á Skaganum

Víkingar Ólafsvík unnu mikinn baráttusigur á ÍA þegar liðin mættust á Akranesvelli í kvöld. Skagamenn skoruðu sitthvort markið í kringjum hálfleikinn og voru 2:0 yfir nokkuð fram yfir miðjan seinni hálfleik að Víkingum tókst að skora. Sigurvilji þeirra kom vel í ljós á lokamínútunum þegar þeir bættu tveimur mörkum við og náðu að knýja fram 3:2 sigur.

Útsynningurinn gerði liðunum erfitt fyrir að spila knattspyrnu á Akranesvellinum í kvöld. Gestirnir höfðu þó öllu betri tök í fyrri hálfleiknum en lítið var að gerast upp við mörkin. Það voru hinsvegar Skagamenn sem skoruðu rétt fyrir leikhléið á 44.mínútu. Bretinn Darren Laugh tók þá aukaspyrnu af 45 metra færi og boltinn sigldi neðst í fjárhornið án þess að Arnar Darri í marki Víkings fengi rönd við reist. Seinni hálfleikurinn var rétt byrjaður eða aðeins liðnar 22 sekúndur af honum þegar boltinn var aftur lentur í hægra horni niðri í marki Víkings. Skagamenn blésu strax til sóknar. Andri Adolphsson átti góða sendingu inn á Jón Vilhelm Ákason sem skoraði með góðu skoti af 20 metra færi. Staðan þar með orðin 2:0 fyrir ÍA.

Víkingar sóttu meira fram eftir seinni hálfleiknum og fengu nokkur hættuleg færi. Skagamenn fengu líka sín færi og til að mynda komst Andri inn fyrir í dauðafæri en skaut framhjá. Það gerðist rétt áður en Víkingum tókst að skora á 72. mínútu leiksins. Mossí snéri sér þá á vítateigshorninu vinstra megin með boltann og sendi hann efst í nærhornið án þess að Árni Snær í Skagamarkinu hefði nokkra möguleika að verja. Næstu mínútur var hreinlega eins og Skagamenn ætluðu að hanga á þessum eins marks mun og verjast en síðan kom kafli þar sem þeir blésu til sókna. Þá fékk Garðar Gunnlaugsson gullið tækifæri til að gera út um leikinn. Það gerðist á 86. mínútu en skot Garðars af markteig fór yfir markið.

Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma gerðist það svo að í fyrirgjöf Víkinga fyrir markið lenti boltinn í hendi markaskorarans Darrens Laugh í ÍA liðinu. Vítaspyrna var dæmd og úr henni jafnaði Eyþór Helgi Birgisson metin fyrir Víkinga. Við þetta fengu Ólafsvíkingar virkilegt blóð á tennurnar. Þungar sóknir þeirra í viðbótartímanum báru árangur þegar í blálokin varamaðurinn Fannar Hilmarsson skoraði sigurmarkið upp úr hornspyrnu af stuttu færi. Víkingar og stuðningsmenn þeirra fögnuðu æðislega að leik loknum og Ólafsvíkingar eru þar með komnir í toppbaráttuna í 1. deildinni.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is