Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2014 06:01

Mjólkurbúið Mjöll var risafyrirtæki - söguganga um Borgarnes á kosningadaginn

Mjólkursamlagið Mjöll, sem stofnað var á Beigalda í Borgarhreppi árið 1919, var ekki aðeins fyrsta mjólkurbúið sem stofnað var á Íslandi heldur var með stofnun þess ráðist í gríðarlega mikla fjárfestingu. Hún slagar upp í að vera jafnmikil og þegar Borgnesingar keyptu Eldborgina árið 1932.

Mjöll var fyrsta mjólkurbúið á Íslandi til að senda gerilsneydda mjólk á markað. Upphaflega lagði búið áherslu á að selja rjóma í Reykjavík, en haustið 1924 hóf það að senda niðursoðna mjólk í dósum á markað. Á þeim tíma var mikið af dósamjólk flutt inn til landsins og ákváðu stjórnendur Mjallar að fara í samkeppni við erlendu mjólkina.

Áður en dósamjólkin kom á markað var hlutaféð í Mjöll aukið upp í 60 þúsund krónur og byggt var nýtt verksmiðjuhús á Beigalda, lögð vatnsveita, rafmagn og keyptar nýjar vélar frá Danmörku. Samtals var fjárfesting Mjallar vel yfir 100 þúsund krónur. Til að setja þessa upphæð í samhengi má nefna að fyrsti bíllinn sem kom í Borgarnes 1918 kostaði 2.200 krónur og þegar Eldborgin kom í Borgarnes árið 1934 kostaði hún 110 þúsund krónur. Hluthafar í Mjöll voru bændur og kaupmenn í Borgarnesi og Reykjavík. Aðal hvatamenn að stofnun fyrirtæksins voru Jóhann Magnússon bóndi á Hamri og Hans Gröndfeldt, bóndi á Beigalda og fyrrverandi mjólkurskólastjóri.

Verksmiðjuhúsið á Beigalda brann í desember 1925 og árið eftir hóf Mjöll starfsemi í Borgarnesi. Reksturinn gekk ekki vel og ákváðu hluthafarnir að selja Kaupfélagi Borgfirðinga fyrirtækið. Mjöll varð þá grunnur að starfsemi sem Sigurður Guðbrandsson gat byggt á þegar hann varð mjólkursamlagsstjóri árið 1933.

 

 

 

Fjallað verður um Mjöll, fyrsta sláturhúsið í Borgarnesi, Héríhöllina, Samkomuhúsið og fleiri hús í sögugöngu sem Egill Ólafsson sagnfræðingur stendur fyrir í Borgarnesi á kjördag, laugardaginn 31. maí. Egill er að skrifa sögu Borgarness. Hann mun í frásögn sinni segja frá Stefáni Björnssyni hreppsstjóra, séra Einari Friðgeirssyni á Borg, Geirlaugu Jónsdóttur og Skallagrímsgarði og hugsanlega verður skotið inn sögum af Steina Jóru. Lagt verður í sögugönguna frá Landnámssetrinu kl. 11.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is