Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2014 10:10

Grundarfjörður sigraði Berserki í hvassviðrisleik

Grundarfjörður tók á móti Berserkjum í þriðju deild Íslandsmóts KSÍ í gær. Mikið rok var á vellinum og bar leikurinn þess merki. Berserkir spiluðu með vindinn í bakið í fyrri hálfleik en náðu ekki að skora þrátt fyrir nokkrar ágætar tilraunir. Í síðari hálfleik voru heimamenn með vindinn í bakið og á 69. mínútu skoraði Almar Björn Viðarsson fyrir heimamenn og kom þeim í 1-0. Þegar þarna var komið sögu var aðeins farið að lægja og sóttu gestirnir í sig veðrið. Þeir áttu nokkrar álitlegar sóknir sem heimamenn sáu við. Það var svo á 86. mínútu að Kristinn Aron Hjartarson skoraði fyrir heimamenn af miklu harðfylgi og kom þeim í 2-0 og þar með ansi vænlega stöðu. En aðeins mínútu síðar var fyrirliða Grundarfjarðar vikið af velli fyrir óíþróttamannslega hegðun og heimamenn orðnir einum leikmanni færri. Við þetta efldust Berserkir og náðu að laga stöðuna í 2-1 úr vítaspyrnu á lokamínútunni. En lengra komust þeir ekki því dómarinn flautaði leikinn af skömmu eftir að þeir tóku miðju. Grundfirðingar eru þar af leiðandi komnir með 4 stig og sitja í 5. sæti þriðju deildar eftir tvær umferðir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is