Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2014 11:14

Grunnskóli Snæfellsbæjar tíu ára

Grunnskóli Snæfellsbæjar fagnar tíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Voru hátíðarhöld í skólanum af því tilefni síðastliðinn föstudag. Haldið var upp á afmælisdaginn í þrennu lagi. Ein veisla í hverju skólahúsi skólans. Þema hátíðarinnar var að sýna hæfileika og vinnusemi nemenda. Verkefni þeirra voru til sýnis og flutt voru tónlistaratriði þar sem nemendur tónlistarskólans léku og sungu auk þess sem barna- og skólakórarnir fluttu lög. Magnús Þór Jónsson skólastjóri flutti stutt ávörp þar sem hann fór yfir starf skólans frá upphafi og framtíðarsýn og tók á móti gjöfum sem skólanum bárust.  

Ungmennafélag Staðarsveitar, Víkingur og Reynir gáfu fjárhæðir til að kaupa búnað í íþróttakennslu. Búnaðarfélag Staðarsveitar gaf 150 þúsund krónur til kaupa á tæknibúnaði í Lýsuhólsskóla, Kvenfélag Ólafsvíkur gaf „Overlock“ saumavél í textílmenntarstofu í Ólafsvík og Lionsklúbburinn Þernan gaf skólanum tíu Samsung spjaldtölvur sem félagar í klúbbnum söfnuðu með karaókíkeppni í vetur. Skólastjórinn þakkaði hlýhuginn sem birtust í þessum gjöfum og talaði um að slíkar gjafir væru skólanum hvatning til dáða. Hátíðunum lauk með opnum vinnustofum, þar sem gestir fengu að vinna að ýmsum verkefnum í anda þeirrar hugmyndafræði skólans að skemmtilegasta námið fari fram í formi sköpunar og upplifunar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is