Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2014 11:57

Samkvæmt nýrri skýrslu mælast veruleg skattsvik í ferðaþjónustu

Rannsóknastofnun atvinnulífsins á Bifröst gaf í dag út nýja skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustu. „Undanfarin ár hefur mikil fjölgun orðið á komum erlendra ferðamanna til landsins. Á sama tíma hafa skatttekjur og útflutningstekjur á hvern ferðamann dregist saman. Ekki er hægt að útskýra þessa þróun með breyttum ferðavenjum eða samsetningu erlendra ferðamanna. Líklegt er að svört atvinnustarfsemi spili nokkurt hlutverk í þessari þróun,“ segir í kynningu á skýrslunni. Þá segir að veltufrávik í gistiþjónustu mælist á bilinu 17-19% árið 2013. „Veltufrávikið er hér skilgreint sem bil á milli veltu greinarinnar samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum og uppreiknuðu söluverðmæti gistingar. Litið til þróunar síðustu ára hefur veltufrávikið farið vaxandi en það var 8% árið 2011 og 13% árið 2012.“

 

Skýrsluna í heild má lesa hér.

 

 

 

„Veltufrávik í áfengissölu vínveitingastaða mældist 42% árið 2013 og 45% árið á undan. Eins og fyrir gistiþjónustu er uppgefin velta borin saman við uppreiknað söluverðmæti þess áfengis sem vínveitingastaðir kaupa inn. Leiða má líkur að því að stór hluti veltufráviksins sé röng skráning áfengra drykkja í 7% þrep vsk. Stærsta vandamálið í gistiþjónustu er fjöldi óskráðra og leyfislausra gististaða sem líklega standa ekki skil á öllum sköttum. Skatteftirlit er sérlega erfitt í gistiþjónustu enda starfsstöðvar gististaða oft ekki þekktar. Almennt er talið að þeir sem hafa leyfamál í lagi hafi skattskil í lagi og öfugt þannig að möguleg lausn felst í því að efla leyfaeftirlit og samtvinna það skatteftirliti. Samhliða þessu mætti setja á fót „one stop shop,“ stofnun sem héldi utan um öll leyfa- og skattamál ferðaþjónustufyrirtækja og aðstoðaði ný fyrirtæki í að verða lögleg. Í veitingaþjónustu felst stórt vandamál í rangri tekjuskráningu. Stór ástæða þessa vandamáls er mikið bil á milli VSK þrepa áfengis og annarra veitinga auk óljósra reglna varðandi skattalega verðlagningu á vöru sem fellur í tvö VSK þrep. Hugsanlegar leiðir til lausnar á þessu vandamáli felast í því að minnka bil á milli þrepa virðisaukaskatts og skerpa á reglum um skattalega verðlagningu þessara vara.“

 

Loks segir í kynningu á skýrslunni að fólksflutningafyrirtæki og ferðaskrifstofur sjá töluvert bókhaldslegt óhagræði í því að standa utan virðisaukaskatts en jafnframt bætir það gráu ofan á svart þegar sömu fyrirtæki selja aðra vöru og þjónustu í báðum VSK þrepum. „Allir þeir aðilar sem rætt var við og standa utan virðisaukaskatts telja sér betur borgið í lægra þrepi VSK. Möguleg lausn á þessu vandamáli er að einfalda virðisaukaskattskerfið og afnema þau undanþáguákvæði sem snúa að aðilum í ferðaþjónustu.

 

Aðilar í flestum greinum ferðaþjónustu telja þrýsting frá launþegum um svört laun vera vandamál og knýja fram þörf um að selja framhjá tekjuskráningu til að eiga svarta peninga til launagreiðslna. Á háannatímum getur verið verulega erfitt að ráða starfsfólk í tímabundin störf, sérstaklega á landsbyggðinni. Frítekjumark námsmanna og skerðing bótaréttar bótaþega eru oftast nefnd sem orsakavaldur. Möguleg lausn væri að hækka frítekjumark námsmanna og breyta bótakerfinu á þann veg að ekki verði jafn þungt í vöfum að taka að sér tímabundna vinnu, t.d. á háannatíma ferðaþjónustunnar á sumrin.“

 

Skýrsluna í heild má lesa hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is