Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2014 03:06

Ekki var hægt að róa seinni dag sjóstangaveiðimóts

Ekki fór allt eins og vonir stóðu til þegar 20 ára afmælismót Sjóstangaveiðifélagsins Skipaskaga á Akranesi fór fram um síðustu helgi. Róið var eins og til stóð á föstudeginum og veitt frá klukkan sex að morgni til klukkan 14. Aflinn eftir þann dag var ágætur, þrátt fyrir leiðindakalda, eða samtals tæp 4,5 tonn. Þegar róa átti klukkan sex á laugardagsmorgni hafði veður hins vegar versnað til muna og eftir miklar vangaveltur skipstjóra og mótstjórnar var ákveðið að róa ekki þann daginn. Mótið varð því bara einn dagur og giltu veiðar þess dags til Íslandsmóts sjóstangaveiðimanna. Alls tóku 35 veiðimenn þátt í  mótinu og var róið á tólf bátum. Lokahóf mótsins, með tilheyrandi verðlaunaveitingum, var svo haldið eins og til stóð á laugardagskvöldinu.

 

 

 

Aflahæsti karl mótsins og um leið aflahæsti veiðimaðurinn varð Einar Ingi Einarsson úr Sjóstangaveiðifélagi Akureyrar með 206 kíló rúm. Aflahæsta konan varð Guðrún Jóhannesdóttir, einnig frá Sjóstangaveiðifélagi Akureyrar með rúm 194 kíló.

Stærsta fisk mótsins veiddi Sigurjón Helgi Hjelm Sjóstangaveiðifélagi Snæfellsness, tæplega 14 kílóa þungan þorsk. Guðmundur Skarphéðinsson úr Sjóstangaveiðifélagi Siglufjarðar veiddi flestar tegundir, alls 6 talsins. Flesta fiskana fékk jafnframt sá aflahæsti Einar Ingi Einarsson, eða 177 stykki.

Aflahæsti báturinn varð Gári AK með rúm 206 kíló að meðaltali á stöng. Skipstjóri var Rögnvaldur Einarsson. Aflahæsti Akurnesingurinn á mótinu varð Johannes Marian Simonsen með tæp 160 kíló en þess má geta að eftir þau mótin sem haldin hafa verið er Johannes stigahæstur sjóstangaveiðimanna landsins í keppninni til Íslandsmeistaratitils.

Aðeins eitt mót af mótum þessa árs hefur nú verið haldið eins og til stóð en það var í Vestmannaeyjum. Móti sem vera átti á Patreksfirði fyrr í maí var frestað vegna veðurs og mótið á Akranesi varð að blása af seinni daginn. Þá hefur móti, sem fyrirhugað var um næstu helgi á Norðfirði, verið frestað en næsta mót verður svo haldið í Ólafsvík dagana 20. og 21. júní næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is