Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2014 10:07

Grundartangi er betri en Saudi Arabía og Kanada

Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í gær munu forsvarsmenn bandaríska sólarkísilfyrirtækisins Silicor materials undirrita í dag viljayfirlýsingu við Faxaflóahafnir um að fá úthlutað lóð undir verksmiðjuhús fyrirtækisins á Grundartanga. Fulltrúum Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar hefur verið boðið að verða viðstaddir undirritunina í dag. Þar með liggur fyrir að aðrir valkostir um staðsetningu eru slegnir út af borðinu. Þeir voru Kanada og Saudi Arabía. Viðræður um orkukaup standa yfir við Landsvirkjun og Orku náttúru og miðar þeim vel. Einnig er ívilnunarsamningur stjórnvalda við Silicor material vel á veg kominn. Slíkar ívilnanir geta falist í skattaafslætti af ýmsu tagi. Silicor material hefur þróað og fengið einkaleyfi fyrir framleiðslu sólarkísils með nýrri aðferð sem byggir á að kísilmálmur er leystur upp í fljótandi áli. Nálægð við góða höfn, velvilji stjórnvalda, landrými og nálægð við álverksmiðju eru allt þættir sem studdu hið endanlega val fyrirtækisins að stefna á Grundartanga með verksmiðjuna.

Fyrirhuguð lóð undir sólarkísil-verksmiðjuna er í landi Klafastaða, sem eru norðan við hafnarmannvirkin og verksmiðju Norðurál á Grundartanga. Í samkomulaginu felst m.a. að Faxaflóahafnir munu úthluta Silicor material 22 hektara landi en af því munu verksmiðjuhúsin fullbúin taka 93.000 fermetra, eða 9,3 ha.

Ef skipulagsmál munu ekki tefja framkvæmdir er stefnt að byrjað verði á byggingu fyrri áfanga verksmiðjunnar í október á þessu ári og lokið um mitt árið 2016. Síðari áfanginn verði síðan tilbúinn síðari hluta árs 2017. Ef áætlanir um uppbygginguna ganga eftir mun framleiðsla verða komin í gang um mitt ár 2017. Verksmiðjan mun veita 420 manns atvinnu og er áætlað að um helmingur þeirra starfa krefjist sérmenntunar. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar og tækjakaup er áætlaður 77 milljarðar króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is