Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2014 06:01

Dalabyggð styrkir nemendur í leikskólakennaranám

Sveitarfélagið Dalabyggð hyggst styðja við bakið á nemendum sem fara í háskólanám í leikskólakennarafræðum. Sveinn Pálsson sveitarstjóri segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í sveitarstjórninni í ljósi þess að erfitt hafi reynst að fá menntað fólk til starfa á leikskólanum í Búðardal sem er deild í Auðarskóla. Fjölgun hefur orðið á börnum á leikskólaaldri í Dalabyggð síðustu árin og einnig barna sem sækja leikskóla í Búðdardal úr sveitinni. Var það ástæðan fyrir því að nýbyggður leikskóli var fljótlega of lítill og viðbygging við hann tekin í notkun á síðasta ári. Umræddur stuðningur sem Dalabyggð býður nemendum í leikskólafræðum er margháttaður en stefnt er að því að ná saman hópi sem gæti stundað námið og nemendur notið þannig stuðnings hvers annars. Nemendum stendur til boða laun í staðbundnum lotum og æfingakennslu í leikskólum, námsstyrki tvisvar á skólaárinu, aðgangur að tölvukerfum Auðarskóla og Office 365 sem og vinnu- og námsaðstöðu í skóla; prentun, ljósritun, interneti og fleiru. Umsóknarfrestur í leikskólakennaranám rennur út 5. júní næstkomandi. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Eyjólf Sturlaugsson skólastjóra Auðarskóla.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is