Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2014 10:51

Skagakonur biðu ósigur gegn sterku liði Vals

Lið ÍA og Vals mættust á Akranesvelli í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í gærkvöldi þar sem lokatölur urðu 0-3 fyrir Val, sem með sigrinum komst á topp deildarinnar ásamt Breiðabliki.  Skagakonur sem tefldu fram þremur nýjum leikmönnum frá Bandaríkjunum byrjuðu með boltann en misstu hann fljótlega frá sér til Valskvenna. Þær brunuðu þá í fyrstu sókn leiksins og skoruðu fyrsta mark leiksins strax á annarri mínútu. Eftir markið komst ákveðið jafnvægi á leikinn og þar sem bæði lið skiptust á að vera með boltann. Annað mark leiksins kom á 26. mínútu. Valskonur náðu boltanum eftir misheppnaða sendingu heimaliðsins á miðjum velli og stinga honum fram þar sem sóknarmaður Vals skoraði örugglega. Eftir seinna markið sóttu Valskonur stíft að marki Skagakvenna án þess þó að skora. Skagakonur náðu þó að skapa eitt gott færi í lok fyrri hálfleik. Það kom á 44. mínútu þegar Guðrún Karítas Jónsdóttir komst inn fyrir vörn Vals en skot hennar fór rétt framhjá.

 

 

Skagakonur mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik. Besta færi ÍA í leiknum kom á 49. mínútu þegar sending barst frá hægri kanti til Marenar Leósdóttur sem stóð ein og óvölduð inn í vítateig Vals en hún náði ekki góðu valdi á boltanum og fór skot hennar framhjá. Eftir þessa sókn sóttu Valskonur stíft að marki Skagakvenna og á 57. mínútu kom þriðja mark leiksins. Valskonur héldu áfram að sækja en fleiri urðu mörkin ekki og endaði leikurinn 0-3 fyrir Val.

 

Næsti leikur Skagakvenna er úti gegn Selfossi mánudaginn 2. júní klukkan 19:15. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is