Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2014 03:01

Heimafyrirtæki kaupa fokhelt fjölbýlishús á Akranesi

Nýverið samþykkti stjórn Íbúðalánasjóðs tilboð félags í eigu tveggja fyrirtækja á Akranesi í fjölbýlishúsið að Hagaflöt 7 á Akranesi. Það er Trésmiðjan Akur og Rafþjónusta Sigurdórs sem kaupa húsið sem staðið hefur um það bil fokhelt frá bankahruni. Í samtali við Skessuhorn sagði Halldór Stefánsson framkvæmdastjóri Akurs að kaupverðið væri trúnaðarmál. Áformað er að framkvæmdir hefjist á næstunni og að fyrstu íbúðirnar verði afhentar í kringum næstu áramót. „Við erum að horfa til næstu 6-8 mánaða í framkvæmdartíma,“ segir Halldór.

Í Hagaflöt 7 verða 20 íbúðir, helmingurinn þeirra tveggja herbergja 60 fm að flatarmáli, sex íbúðir verða 79 fm og þriggja herbergja en fjórar íbúðir verða fjögurra herbergja og 95 fm. að flatarmáli. „Okkur sýnist að þetta séu þær íbúðastærðir sem markaðurinn er að kalla eftir, einkum minni íbúðirnar fyrir unga fólkið,“ segir Halldór. Hann segir að þessi tvö fyriræki, Trésmiðjan Akur og Rafþjónusta Sigurdórs, hefðu átt langt og gott samstarf og forsvarsmenn þeirra ákveðið að ráðast í þessa framkvæmd núna þegar heldur virðist vera að birta til á fasteignamarkaðinum. „Það er talsvert um fyrirspurnir varðandi einbýli og sumarhús núna og fólk greinilega að spá. Hinsvegar er ekki mikill þrýstingur varðandi viðhald á húsnæði svona almennt hjá einstaklingum hvað þá hjá opinberum aðilum eins og sveitarfélaginu. Það er og hefur verið alveg í lágmarki í nokkurn tíma,“ segir Halldór í Akri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is