Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2014 01:43

Friðarhlaupið á Vesturlandi hefst í dag

Friðarhlaup Sri Chinmoy verður hlaupið á Vesturlandi næstu daga og kemur við á Akranesi í dag, miðvikudaginn 28. maí. Er þetta í 21. sinn sem Ísland tekur þátt í hlaupinu en héðan hafa verið þátttakandi allt frá fyrsta Friðarhlaupinu árið 1987. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Friðarhlaupið á Íslandi hófst þetta árið í Reykjavík 26. maí og lýkur á Langjökli 1. júní. Átta hlauparar frá sjö mismunandi löndum munu á næstu dögum hlaupa ásamt gestahlaupurum með friðarkyndil um Vesturland en sérstök áhersla hefur verið lögð á Vesturland þetta árið. Fyrsti viðkomustaðurinn á Vesturlandi er Akranes. Klukkan 16:15 í dag munu hlauparar fara með sjötta flokki ÍA frá íþróttarsvæðinu á Jaðarsbökkum að friðartrénu í Garðalundi. Eftir það eða klukkan 17:00 munu svo Skagaskokkarar ganga til liðs við hlauparanna og munu þau í sameiningu hlaupa frá Hvalfjarðargöngum að Jaðarsbökkum. Hlaupinu á Akranesi lýkur svo klukkan 18:00 en þá mun Sjóbaðsfélag Akraness fara með logandi friðarkyndillinn í sjósund.

 

 

 

Á morgun, fimmtudaginn 29. maí berst kyndillinn frá Akranesi til Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit og hefst það hlaup klukkan 10:00 á Jaðarsbökkum. Eftir hádegi halda hlaupararnir svo ferð sinni áfram um Vesturland þar sem næsti viðkomustaður er Hvanneyri í Borgarfirði.  Á föstudaginn hlaupa kyndilberar um Borgarfjörð og koma við í grunnskólum í sveitarfélaginu. Klukkan 08:30 verða þeir í grunnskólanum á Hvanneyri svo í grunnskólanum á Kleppjárnreykjum klukkan 10:00 og enda loks í grunnskólanum á Varmalandi klukkan 11:30. Á laugardaginn munu hlauparar Friðarhlaupsins svo halda ferð sinni áfram klukkan 10:00 þar sem hlaupið verður frá Kleppjárnsreykjum til Húsafells.

 

Sunnudagur 1. júní er svo lokadagur hlaupsins á Íslandi en þá verður hlaupið frá Húsfelli að Langjökli klukkan 10:00. Klukkan 13:00 munu Ice Explorer fara með hlauparana og friðarkyndilinn upp á jökulinn. Þar endar Friðarhlaupið á Íslandi og er næsti viðkomustaður hlaupsins Færeyjar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is