Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2014 10:19

Opnar ljóðasýninguna Viti/menn

Ljóðasýningin Viti/menn verður opnuð í Akranesvita, stóra vitanum á Breið á Akranesi, á morgun laugardag kl. 14. Við sama tækifæri verður frumfluttur leikþátturinn „Ljós sem varir lengur en myrkrið,“ samtal fyrir tvo leikara og ólgandi haf. Leikþátturinn er stutt samtal gamla og nýja vitans, sem hafa hingað til staðið þöglir á sínum stað. Tveir atvinnuleikarar leiklesa þáttinn. Höfundur leikþáttarins og ljóðanna á sýningunni er Sigurbjörg Þrastardóttir, bæjarlistamaður Akraness, en enskar þýðingar ljóðanna gerðu Bernard Scudder og Sarah Brownsberger. Hluti sýningarinnar verður uppi til 6. júní, en hinn hlutinn lifir í vitanum sumarlangt. Allir velkomnir, segir í tilkynningu frá Akranesbæ. Leikþátturinn „Ljós sem varir lengur en myrkrið“ verður enn fremur sendur út á bylgjulengd bæjarins, FM 95,0 á sjómannadaginn, 1. júní kl. 14 og 16. Er þá tilvalið að sitja með kveikt á viðtækinu í bílum sínum og horfa á vitana á meðan hlustað er.

 

 

 

Sigurbjörg Þrastardóttir hefur skipulagt upplestra, tekið þátt í tónlistardagskrám og staðið fyrir bókmenntatengdri myndlistarsýningu sem bæjarlistamaður Akraness. Nú bætist leiklist við listann, en leikþátturinn „Ljós sem varir lengur en myrkrið“ er tilraun til þess að sýna aðra hlið á hinum ástsælu vitum sem standa vaktina á Breiðinni. Heimsóknir í vitana hafa stóraukist á síðustu árum, en þeir bæjarbúar sem eiga eftir að leggja leið sína þangað eru hvattir til að láta verða af því nú, segir í kynningu Akraneskaupstaðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is