Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2014 10:23

„Þú gengur aldrei að neinu vísu í sjómennsku og útgerð“

„I was sixty years old, just a kid with a crazy dream.“ Kanadíska ljóðskáldið og tónlistarmaðurinn Leonard Cohen á tónleikum í Lundúnum hjómar út um hálfopnar dyr á beitningaskúr á Breiðinni á Akranesi. Þar inni stendur Skagamaðurinn Steindór Oliversson og þræðir loðnu upp á öngla. Hann er trillukarl og ætlar með þessu að freista steinbítanna í Faxaflóa. Nú er komið vor. Farfuglarnir eru mættir á Breiðina. Það er tíminn til að leggja línuna fyrir þá gráu. Steindór lækkar í vini sínum Leonard Cohen þegar blaðamaður gengur í hús. „It's written in the scriptures. It's written there in blood....“

 

 

Sinn eigin herra

Hann heldur áfram að beita á meðan við spjöllum saman. „Ég er nú mest á línu. Svo fer maður alltaf á handfæri í einhverja daga snemma á vorin þegar loðnan er að ganga yfir. Þá þýðir ekkert að leggja línuna því þorskurinn vill bara éta loðnu. Það var mjög stór og fínn þorskur hér í Faxaflóanum í vor. Alveg frá 8 kílóa til 40-50 kílóa fiskar sem maður var að draga. Þetta er búið að vera svona síðustu þrjú vorin. Það er gaman að eiga við þetta. Svo var fín veiði inni í Hvalfirði. Þangað fer ég þó aldrei eftir að stórskipasiglingar fóru að tíðkast þar. Ég fer alltaf í óstuð þegar ég sé dallana koma og missi allan veiðiáhuga. Ég kann ekkert við að fá risastór skip siglandi yfir veiðislóðina þar sem það liggur við að maður hrekjist undan upp í fjöru. Þess vegna fer ég aldrei þangað. Þetta er auðvitað bara sérviska,“ segir Steindór, lítur á blaðamann og glottir. Þessi yfirlýsing segir þó sitt. Steindór Oliversson er sjálfstæður maður sem fer sínar eigin leiðir. Hann setur nýja loðnu upp á krók og leggur snyrtilega ofan í línubalann. Þessi trillukarl hefur frá mörgu að segja.

 

Lesa má bráðskemmtilegt viðtal við Steindór í Skessuhorni vikunnar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is