Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2014 01:18

Pleymóvíkingum og Royal búðingi bjargað

Skógareldar komu upp á norsku eyjunni Skardsøy í Noregi í gær. Íbúar þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín þar sem óttast var að eldarnir næðu í byggð. Slökkvilið fékk aðstoð þyrlu til slökkvistarfa og tóks með því að slökkva eldana. Gátu íbúar því farið aftur til síns heima um tíuleytið í gærkveldi. Meðal íbúa á eyjunni er Borgfirðingurinn Ástríður Einarsdóttir sem býr þar ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Skard, norðarlega á Skardsøya. Börnin eru á aldrinum fjögurra til fimmtán ára. Ástríður segist aðspurð vera að upplifa skógarelda í fyrsta skipti, en hún hefur búið ytra í tvö ár.

Í dag var svo fjölskyldan að taka upp farangur sem hún í skyndi tók með sér þegar yfirgefa þurfti heimilið. „Dagurinn hefst með óvenjulegu verkefni. Hér er verið að taka upp úr töskum og skemmta sér yfir því hverju fjölskyldan ákvað í miklum flýti að bjarga úr húsinu í gær. Okkar hús hefði orðið eitt af þeim fyrstu að brenna ef ekki hefði náðst tök á eldinum. Við vorum alveg róleg þar til „evakuering“ hljómaði úr kallkerfi niðri á vegi og gafst því ekki mikill tími til ígrundunar. Fyrsta sem fór ofan í töskur var flakkari með myndum og vegabréf. Annað hafði ég litla yfirsýn yfir. Svo kom eitt og annað í ljós. 30 tölvuleikir og playstation tölva var meðal þess sem bjargaðist en ég man að ég stoppaði strákana af þegar átti að fara að bera flatskjáinn út í bíl. Annars gefur að líta bækur, skartgripi, málverk sem við fengum í brúðargjöf, pleymóvíkinga, einn kodda, Royal búðing, hleðslutæki, haug af tuskudýrum og umtalsvert magn af lopapeysum svo eitthvað sé nefnt. Það er alveg ljóst að verkefnið var auðveldara fyrir okkur sem vorum hvort eð er búin að takmarka eigur okkar niður í bílfarm fyrir tæpum tveimur árum.  Eftir því sem mér heyrðist hjá flestum nágrönnum mínum var þemað í gær þjóðbúningar, listmunir og fjölskyldumyndir sem ofan í töskur fór,“ sagði Ástríður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is